Fótbolti

Daníel Tristan skoraði í stór­sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel Tristan Guðjohnsen var á skotskónum í dag.
Daníel Tristan Guðjohnsen var á skotskónum í dag. Malmö

Malmö vann stórsigur á Halmstad, 0-4, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Daníel Tristan Guðjohnsen kom Malmö á bragðið í leiknum.

Þetta var annað mark Daníels í sænsku deildinni á tímabilinu en hann hefur einnig lagt upp fjögur mörk.

Colin Rösler, Taha Ali og Sead Haksabanovic voru einnig á skotskónum hjá Malmö í dag. Daníel lagði mark Röslers upp. Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Malmö sem er komið upp í 3. sæti deildarinnar.

Gísli Eyjólfsson kom ekkert við sögu hjá Halmstad sem er í 12. sæti með átján stig. Halmstad hefur ekki unnið í sex leikjum í röð.

Kristianstad sigraði Rosengård, 2-1, í sænsku kvennadeildinni. Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad en Guðný Árnadóttir var ekki með í dag. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki.

Ísabella Sara Tryggvadóttir lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir meistara Rosengård sem eru í 8. sæti með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×