Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 11:08 Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir að sér hafi verið brugðið þegar hann sá myndband af leigubílstjóra rífast við ferðamenn. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. „Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“ Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
„Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“
Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira