Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 11:08 Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir að sér hafi verið brugðið þegar hann sá myndband af leigubílstjóra rífast við ferðamenn. Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð. „Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“ Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Mér var bara brugðið þegar ég sá þetta myndband. Ég get ekki ímyndað mér að svona eigi leigubílstjórar að haga sér,“ sagði Eyjólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Umrætt rifrildi átti sér stað við Bláa lónið í vikunni. Í myndbandinu sést þessi leigubílstjóri, Saint Paul Edeh, meðal annars loka skotti bíls síns á höfuð ferðamanns, annarrar af tveimur mexíkóskum konum. Deilur bílstjórans og ferðamannanna vörðuðu greiðslu fyrir þjónustu bílstjórans. Hægt er að lesa nánar um málið hér. Málið til skoðunar Eyjólfur segist hafa spurt sérstaklega út í þetta tiltekna mál og fengið staðfest að það sé til skoðunar hjá Samgöngustofu. Það geti þó tekið einhvern tíma að fá niðurstöðu í það. „Það eru heimildir þegar í stað í lögunum til að svipta mann leyfi ef rík ástæða er til. Það getur verið vegna almannahættu og líka ef leyfishafi hefur gerst sekur um vítaverða háttsemi.“ Hann mælti fyrir breytingu á lögum í umræddum málaflokki á síðasta þingi, en frumvarpið náði ekki fram að ganga. Eyjólfur segir málþóf stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins hafa ráðið úrslitum þar. Umrætt frumvarp hefði komið upp svokallaðri stöðvarskyldu á ný. Hann segir helsta markmiðið að bæta öryggi farþega, en með stöðvarskyldunni telur hann að rafrænt eftirlit með bílstjórum sé auðveldra í framkvæmd, því þá séu þeir á vegum ákveðinna leigubílastöðva frekar en á eigin vegum. Nú hyggst Eyjólfur sem ráðherra ætla gera breytingar á reglugerðinni sem fylgir núgildandi lögum. Jafnframt segir hann að umrætt frumvarp verði það fyrsta sem hann muni mæla fyrir á komandi þingi. Hann viðurkennir að hann telji ekki að umrædd lagabreyting muni laga ástandið algjörlega. Stéttin eyðilögð Lögunum var síðast breytt árið 2022, en þá var áðurnefnd stöðvarskylda tekin af. „Þetta er klassískt dæmi um lagabreytingu sem hefur slæm áhrif fyrir íslenskt samfélag. Þessi lagabreyting hefur haft þessi áhrif sem við öll upplifum. Þetta er skemmtileg stétt. Við vorum aldrei í þessum vandræðum fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum nú uppi með þetta ástand á grundvelli lagabreytingar sem átti ekki að eiga sér stað.“ Eyjólfur talar um að leigubílstjórastéttin hafi verið „eyðilögð“. „Þetta er mjög sorglegt mál. Við vitum hvernig leigubílar voru hérna áður fyrr. Allir báru traust til þessarar þjónustu. Spaugstofan gerði skemmtilega karaktera sem byggðu á því að þarna voru menn með gríðarlegan áhuga á samfélaginu. Það er búið að eyðileggja það allt saman. Það er búið að eyðileggja þessa stétt að mínu mati. Við ætlum að gera okkar besta til að reyna að koma þessu í fyrra horf og bæta ástandið.“
Leigubílar Ferðaþjónusta Neytendur Bláa lónið Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira