Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 07:01 Það- er í senn skemmtilegt og fróðlegt að ræða um orkumálin við Írisi Baldursdóttur, framkvæmdastjóra og meðstofnanda Snerpa Power. Sem segir nýjar lausnir þurfa til, orkuskortur blasi við og Ísland sé nú þegar komið að þolmörkum. Lausn Snerpa Power er nú þegar í notkun á Íslandi og í Noregi. Vísir/Anton Brink Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. Allt eru þetta orð sem við erum að heyra í auknum mæli í umræðunni. Þó þannig að fæstir skilji upp á hár um hvað málin snúast. Hvað getur til dæmis kallað á að fólk í orkugeiranum þurfi að heyrast um miðja nótt til að ræða um raforku? Svona eins og stofnendur nýsköpunarfélagsins SnerpaPower þekkja; Þær Íris Baldursdóttir framkvæmdastjóri og Eyrún Linnet tæknistjóri. „Við Eyrún höfum báðar starfað í orkugeiranum lengi og bæði unnið saman og setið sitt hvorum megin við borðið; Ég sem flutningsaðili rafmagns en hún sem stórnotandi. Við þekkjum það því alveg að þurfa að heyrast um miðja nótt vegna ýmissa rekstrartruflana ,“ nefnir Íris einmitt sem dæmi um það, hvernig vinnan í kringum rekstur raforkukerfisins getur verið. Raforkugeirinn er mögulega bransi sem fæst okkar höfum mikið velt fyrir okkur en virðist fara sístækkandi. Ársvelta jöfnunarorku og kerfisþjónustu í heiminum fer nú hratt vaxandi og er áætlað að nái yfir 100 milljörðum evra upp úr 2030 og þó er þetta markaður sem fæst okkar þekkjum. Íris segir vel skiljanlegt að enn sem komið er, hljómi hlutirnir nokkuð flóknir. „Það eru kannski helst þessir verkfræði- og vísindahópar sem skilja um hvað málin snúast enda fyrirséð lengi að nýjar lausnir þyrftu að koma til fyrir orkuskiptin. Lausnin okkar hjá SnerpaPower er dæmi um slíka lausn,“ segir Íris og bætir við: „Ég held þó að umræða og skilningur á raforkugeiranum muni breytast á næstu 10-15 árum og verða almennari. Því oft virka hlutirnir flóknir þegar breytingar eru að ganga í gegn en síðan fer fólk smátt og smátt að þekkja betur til. Til dæmis er mikilvægt að gera það meira aðlaðandi fyrir orkusækna starfsemi að taka þátt á markaði og nýta rafmagn með snjöllum hætti. Þess vegna skiptir nýsköpun í geiranum líka svo miklu máli.“ Raforka er ferskvara Að ræða við Írisi um orkumálin er í senn skemmtilegt og fróðlegt. Raforka er ferskvara sem er framleidd á sama tíma og hún er notuð. Þegar rafbíll er hlaðinn er verið að framleiða vöruna samtímis, því rafbíllinn er ekki hlaðinn með raforku sem var búin til í gær,“ segir Íris en bætir við: „Þess vegna er mikilvægt að áætla fyrir raforkunotkun fram í tímann. Það er líka hægt að ná fram hagræðingu með því að passa að sú raforka sem framleidd er, sé nýtt sem best og á sem hagkvæmastan hátt.“ Sem lausn Snerpa Power gengur einmitt út á. Því hún felst í hugbúnaði sem gerir stórnotendum kleift að fullnýta gagnastrauma, gera góðar áætlanir og besta nýtingu raforkusamninga, allt með sjálfvirkum hætti. „Með lausninni okkar geta stórnotendur bæði lækkað sinn raforkukostnað og stuðlað að bættu afhendingaröryggi raforkukerfisins . Lausnin okkar gerir notendum kleift að selja raforku aftur upp á net sé hún ekki nýtt auk þess sem hugbúnaðurinn okkar eykur á alla sjálfvirknivæðingu í því ferli að vakta og taka ákvarðanir.“ SnerpaPower var stofnað í ársbyrjun 2022 og þar starfa nú átta starfsmenn á Íslandi og í Noregi. „Fyrirséður orkuskortur er ekki einskorðaður við stöðuna á Íslandi,“ segir Íris og útskýrir hvernig heimurinn í heild sinni stendur frammi fyrir því að meiri raforku þurfi til að mæta þörfum nútíma samfélaga. „Sem dæmi má nefna starfsemi gagnavera sem er orðinn lykilinnviður allrar nútímaupplýsingatækniþjónustu. Með veldisvexti í notkun gervigreindar og eftirspurn eftir reikniafli er orkuþörf að aukast mikið og mikilvægi þess að nýta endurnýjanlega raforku með ábyrgum hætti hefur aldrei verið meiri.“ Í tali Írisar kemur fram að raforka er vöktuð fyrir hverja sekúndu til að tryggja að framleiðsla mæti eftirspurn. Og í raun má segja að út á það gangi jöfnunarorkumarkaðir: Að samræma framboð og eftirspurn hverju sinni. Hugmyndin að lausn Snerpa Power kviknaði í fyrri störfum Írisar og Eyrúnar Linnet, meðstofnanda hennar og tæknistjóra Snerpa Power. Því báðar hafa þær starfað í orkugeiranum um árabil, Íris lengst af hjá Landsneti en Eyrún hjá Rio Tinto á Íslandi. Silla Páls Konurnar áberandi Íris segir hugmyndina að SnerpaPower lausninni í raun hafa kviknað í fyrri störfum hennar og Eyrúnar. Þar sem hún sjálf starfaði lengst af hjá Landsneti en Eyrún hjá Rio Tinto á Íslandi. „Á þeim 25 árum sem við Eyrún höfum starfað í raforkugeiranum höfum við séð ýmislegt og farið í gegnum þær breytingar sem hafa orðið á regluverki á Íslandi og í Evrópu, sem og þær breytingar sem hafa orðið á rekstri raforkukerfa og fleira,“ segir Íris og bætir við: „Og eitt af því sem við áttuðum okkur svo á var að geiranum vantaði verkfæri og tól til að nýta raforkuna betur og snjallar. Enda vitað í hvað stefnir; Orkuskort nema til falli nýjar lausnir fyrir orkugeirann. Lausnir sem gerir geiranum kleift að hámarka nýtni, hagræða, sjálfvirknivæða ferlið og fleira.“ Þörfin á vörunni var því þegar til staðar og áhuginn eftir því. Sem kom berlega í ljós þegar félagið fór í sína fyrstu fjármögnunarlotu fyrir tveimur árum síðan og tryggði sér 2,2 milljónir evra. Í frétt Viðskiptablaðsins um fjármögnunina kom fram að umframeftirspurn hefði verið eftir hlutafé. Og það sem vekur athygli líka við fréttina er hversu margar konur eru í forsvari fyrir félagið. Því fjármögnunin var leidd af konum í Crowberry Capital annars vegar og sænska samstarfssjóðnum Backing Minds hins vegar. Auk stofnenda og fulltrúa frá sjóðunum situr Eliza Reid fyrrum forsetafrú líka í stjórn. „Já, auðvitað er það afar ánægjulegt hversu áberandi konur hafa verið í aðkomu að félaginu, jafnréttismál eru okkur hjartans mál og teymi SnerpaPower er einmitt jafnt skipað konum og körlum“ segir Íris stolt þegar talið berst að þessu. Íris er ánægð með hvernig til hefur tekist til þessa og bjartsýn á framhaldið. „Í fjármögnunarlotum og stækkunarfasa skiptir samt ekkert síður máli að fá inn réttu samstarfsaðilana. Og að eigendahópurinn brenni fyrir orkumálum og stafrænni umbreytingu í orkusækinni starfsemi.“ Raforka er fersk vara því hún er framleidd um leið og hún er notuð. Miklu skiptir hins vegar að áætla fyrir um notkun og að ekkert fari til spillis en í heiminum veltir jöfnunarmarkaður raforku tugi milljóna evra ár hvert. Snerpa Power var stofnað í janúar 2022 og þar starfa nú átta manns, á Íslandi og í Noregi.Silla Páls Útrásin er hafin Íris segir líklegt að almenningur verði enn meira var við umræðuna um raforku og orkumál almennt næstu árin. Þar á meðal að kostnaður við raforku muni hækka. Við erum komin að þolmörkum og staðan mun aðeins versna á næstu árum. Bregðast þarf við með beinum aðgerðum. Við þurfum að framkvæma og ekki festast í greiningum. Horfa þarf til stafrænna lausna, breyttrar hegðunar notenda og byggja áfram hagkvæma og endurnýjanlega virkjunarkosti. Hækkandi raforkuverði dregur úr samkeppnishæfni samfélagsins alls og skoða þarf stöðuna í alþjóðlegu samhengi. “ Íris segir Íslendinga löngum hafa búið vel að raforku. Hún hafi verið næg og almenningi hagstæð. Það sé því ekki ólíklegt að meðvitund fólks víða erlendis sé lengra komin í hinu daglega lífi. „Til dæmis sýndi það sig að í kjölfar stríðsins í Úkraínu, fór fólk að verða duglegra að hlaða bílana sína á næturnar eða stilla þvottavélina á næturstillingu, því þá er raforkan ódýrari þar sem notkunin er þá minni.“ Þá segir Íris líka líklegt að fólk fari smátt og smátt að átta sig betur á því hvernig raforkan í heiminum er eins og samtengd í eina keðju þar sem framleiðsla, dreifing og notkun þarf að vera hagkvæm, snjöll og sjálfbær. „Flytja þarf raforku á milli svæða svo ódýrasti og hreinasti orkukosturinn sé nýttur fyrst. Við búum á lítilli eyju en segjum sem svo að það komi þurrt ár á Austurlandi, gæti það þýtt að það þurfi að flytja raforku inn á Austurland af öðrum landshlutum í því tíðin sé önnur þar,“ segir Íris og nefnir um leið dæmi frá meginlandinu. „Í Evrópu er áherslan á að geta flutt vindorkuframleiðslu í Danmörku og Þýskalandi eða vatnsfallsraforku í Svíþjóð og Noregi á milli svæða en það tryggir öllum aðgengi að endurnýjanlegri orku á hagkvæmu verði. Að gera það flokkast einfaldlega undir öryggisstefnu þjóða.“ Það tekur 10-15 ár að byggja virkjanir en með nýsköpun er hægt að tryggja meiri hagkvæmni, nýtni og afköst segir Íris en Snerpa Power hefur bæði hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og tryggði sér 2,2 milljónir evra í fyrstu fjármögnunarlotu félagsins fyrir tveimur árum síðan.Vísir/Anton Brink Þegar talið berst að nýjum lausnum eins og SnerpaPower, meiri sjálfvirknivæðingu og fleira er Íris fljót að setja það í samhengi, hvers vegna þær geta skipt sköpum. „Það tekur 10-15 ár að byggja virkjanir en með nýsköpun er hægt að tryggja meiri hagkvæmni, nýtni og afköst, sem er í raun ígildi nýrrar virkjunar, svona eins og SnerpaPower er að vinna að.“ Íris segist þakklát þeim styrkjum sem félagið hefur hlotið frá Tækniþróunarsjóði. Þróunarstarfið standi enn yfir þótt viðskiptavinir séu líka farnir að skila félaginu tekjum. Lausnin sé skalanleg og aðlögun fyrir Evrópumarkað langt komin. „Við erum í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki í Noregi, eins og Statnett, stærstu dreifiveiturnar, SINTEF og iðnfyrirtæki. Markmiðið er að auka afkastagetu raforkukerfisins um 25% með stafrænum lausnum. Samstarfið felur í sér mikla viðurkenningu fyrir okkur. Enda staðfesting á því að þörfin á lausn eins og okkar er til staðar víðar en á Íslandi og að lausn SnerpaPower er að Orkumál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02 Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02 Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ „Í fyrsta lagi myndi ég segja fólki að tala um hugmyndina sína við einhvern. Sem oft er erfiðast en mjög gott fyrsta skref. Enda allt annað að byggja eitthvað upp einn og lokaður af,“ segir Edda Konráðsdóttir stofnandi Innovation Week sem nú stendur yfir. 14. maí 2025 07:02 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Allt eru þetta orð sem við erum að heyra í auknum mæli í umræðunni. Þó þannig að fæstir skilji upp á hár um hvað málin snúast. Hvað getur til dæmis kallað á að fólk í orkugeiranum þurfi að heyrast um miðja nótt til að ræða um raforku? Svona eins og stofnendur nýsköpunarfélagsins SnerpaPower þekkja; Þær Íris Baldursdóttir framkvæmdastjóri og Eyrún Linnet tæknistjóri. „Við Eyrún höfum báðar starfað í orkugeiranum lengi og bæði unnið saman og setið sitt hvorum megin við borðið; Ég sem flutningsaðili rafmagns en hún sem stórnotandi. Við þekkjum það því alveg að þurfa að heyrast um miðja nótt vegna ýmissa rekstrartruflana ,“ nefnir Íris einmitt sem dæmi um það, hvernig vinnan í kringum rekstur raforkukerfisins getur verið. Raforkugeirinn er mögulega bransi sem fæst okkar höfum mikið velt fyrir okkur en virðist fara sístækkandi. Ársvelta jöfnunarorku og kerfisþjónustu í heiminum fer nú hratt vaxandi og er áætlað að nái yfir 100 milljörðum evra upp úr 2030 og þó er þetta markaður sem fæst okkar þekkjum. Íris segir vel skiljanlegt að enn sem komið er, hljómi hlutirnir nokkuð flóknir. „Það eru kannski helst þessir verkfræði- og vísindahópar sem skilja um hvað málin snúast enda fyrirséð lengi að nýjar lausnir þyrftu að koma til fyrir orkuskiptin. Lausnin okkar hjá SnerpaPower er dæmi um slíka lausn,“ segir Íris og bætir við: „Ég held þó að umræða og skilningur á raforkugeiranum muni breytast á næstu 10-15 árum og verða almennari. Því oft virka hlutirnir flóknir þegar breytingar eru að ganga í gegn en síðan fer fólk smátt og smátt að þekkja betur til. Til dæmis er mikilvægt að gera það meira aðlaðandi fyrir orkusækna starfsemi að taka þátt á markaði og nýta rafmagn með snjöllum hætti. Þess vegna skiptir nýsköpun í geiranum líka svo miklu máli.“ Raforka er ferskvara Að ræða við Írisi um orkumálin er í senn skemmtilegt og fróðlegt. Raforka er ferskvara sem er framleidd á sama tíma og hún er notuð. Þegar rafbíll er hlaðinn er verið að framleiða vöruna samtímis, því rafbíllinn er ekki hlaðinn með raforku sem var búin til í gær,“ segir Íris en bætir við: „Þess vegna er mikilvægt að áætla fyrir raforkunotkun fram í tímann. Það er líka hægt að ná fram hagræðingu með því að passa að sú raforka sem framleidd er, sé nýtt sem best og á sem hagkvæmastan hátt.“ Sem lausn Snerpa Power gengur einmitt út á. Því hún felst í hugbúnaði sem gerir stórnotendum kleift að fullnýta gagnastrauma, gera góðar áætlanir og besta nýtingu raforkusamninga, allt með sjálfvirkum hætti. „Með lausninni okkar geta stórnotendur bæði lækkað sinn raforkukostnað og stuðlað að bættu afhendingaröryggi raforkukerfisins . Lausnin okkar gerir notendum kleift að selja raforku aftur upp á net sé hún ekki nýtt auk þess sem hugbúnaðurinn okkar eykur á alla sjálfvirknivæðingu í því ferli að vakta og taka ákvarðanir.“ SnerpaPower var stofnað í ársbyrjun 2022 og þar starfa nú átta starfsmenn á Íslandi og í Noregi. „Fyrirséður orkuskortur er ekki einskorðaður við stöðuna á Íslandi,“ segir Íris og útskýrir hvernig heimurinn í heild sinni stendur frammi fyrir því að meiri raforku þurfi til að mæta þörfum nútíma samfélaga. „Sem dæmi má nefna starfsemi gagnavera sem er orðinn lykilinnviður allrar nútímaupplýsingatækniþjónustu. Með veldisvexti í notkun gervigreindar og eftirspurn eftir reikniafli er orkuþörf að aukast mikið og mikilvægi þess að nýta endurnýjanlega raforku með ábyrgum hætti hefur aldrei verið meiri.“ Í tali Írisar kemur fram að raforka er vöktuð fyrir hverja sekúndu til að tryggja að framleiðsla mæti eftirspurn. Og í raun má segja að út á það gangi jöfnunarorkumarkaðir: Að samræma framboð og eftirspurn hverju sinni. Hugmyndin að lausn Snerpa Power kviknaði í fyrri störfum Írisar og Eyrúnar Linnet, meðstofnanda hennar og tæknistjóra Snerpa Power. Því báðar hafa þær starfað í orkugeiranum um árabil, Íris lengst af hjá Landsneti en Eyrún hjá Rio Tinto á Íslandi. Silla Páls Konurnar áberandi Íris segir hugmyndina að SnerpaPower lausninni í raun hafa kviknað í fyrri störfum hennar og Eyrúnar. Þar sem hún sjálf starfaði lengst af hjá Landsneti en Eyrún hjá Rio Tinto á Íslandi. „Á þeim 25 árum sem við Eyrún höfum starfað í raforkugeiranum höfum við séð ýmislegt og farið í gegnum þær breytingar sem hafa orðið á regluverki á Íslandi og í Evrópu, sem og þær breytingar sem hafa orðið á rekstri raforkukerfa og fleira,“ segir Íris og bætir við: „Og eitt af því sem við áttuðum okkur svo á var að geiranum vantaði verkfæri og tól til að nýta raforkuna betur og snjallar. Enda vitað í hvað stefnir; Orkuskort nema til falli nýjar lausnir fyrir orkugeirann. Lausnir sem gerir geiranum kleift að hámarka nýtni, hagræða, sjálfvirknivæða ferlið og fleira.“ Þörfin á vörunni var því þegar til staðar og áhuginn eftir því. Sem kom berlega í ljós þegar félagið fór í sína fyrstu fjármögnunarlotu fyrir tveimur árum síðan og tryggði sér 2,2 milljónir evra. Í frétt Viðskiptablaðsins um fjármögnunina kom fram að umframeftirspurn hefði verið eftir hlutafé. Og það sem vekur athygli líka við fréttina er hversu margar konur eru í forsvari fyrir félagið. Því fjármögnunin var leidd af konum í Crowberry Capital annars vegar og sænska samstarfssjóðnum Backing Minds hins vegar. Auk stofnenda og fulltrúa frá sjóðunum situr Eliza Reid fyrrum forsetafrú líka í stjórn. „Já, auðvitað er það afar ánægjulegt hversu áberandi konur hafa verið í aðkomu að félaginu, jafnréttismál eru okkur hjartans mál og teymi SnerpaPower er einmitt jafnt skipað konum og körlum“ segir Íris stolt þegar talið berst að þessu. Íris er ánægð með hvernig til hefur tekist til þessa og bjartsýn á framhaldið. „Í fjármögnunarlotum og stækkunarfasa skiptir samt ekkert síður máli að fá inn réttu samstarfsaðilana. Og að eigendahópurinn brenni fyrir orkumálum og stafrænni umbreytingu í orkusækinni starfsemi.“ Raforka er fersk vara því hún er framleidd um leið og hún er notuð. Miklu skiptir hins vegar að áætla fyrir um notkun og að ekkert fari til spillis en í heiminum veltir jöfnunarmarkaður raforku tugi milljóna evra ár hvert. Snerpa Power var stofnað í janúar 2022 og þar starfa nú átta manns, á Íslandi og í Noregi.Silla Páls Útrásin er hafin Íris segir líklegt að almenningur verði enn meira var við umræðuna um raforku og orkumál almennt næstu árin. Þar á meðal að kostnaður við raforku muni hækka. Við erum komin að þolmörkum og staðan mun aðeins versna á næstu árum. Bregðast þarf við með beinum aðgerðum. Við þurfum að framkvæma og ekki festast í greiningum. Horfa þarf til stafrænna lausna, breyttrar hegðunar notenda og byggja áfram hagkvæma og endurnýjanlega virkjunarkosti. Hækkandi raforkuverði dregur úr samkeppnishæfni samfélagsins alls og skoða þarf stöðuna í alþjóðlegu samhengi. “ Íris segir Íslendinga löngum hafa búið vel að raforku. Hún hafi verið næg og almenningi hagstæð. Það sé því ekki ólíklegt að meðvitund fólks víða erlendis sé lengra komin í hinu daglega lífi. „Til dæmis sýndi það sig að í kjölfar stríðsins í Úkraínu, fór fólk að verða duglegra að hlaða bílana sína á næturnar eða stilla þvottavélina á næturstillingu, því þá er raforkan ódýrari þar sem notkunin er þá minni.“ Þá segir Íris líka líklegt að fólk fari smátt og smátt að átta sig betur á því hvernig raforkan í heiminum er eins og samtengd í eina keðju þar sem framleiðsla, dreifing og notkun þarf að vera hagkvæm, snjöll og sjálfbær. „Flytja þarf raforku á milli svæða svo ódýrasti og hreinasti orkukosturinn sé nýttur fyrst. Við búum á lítilli eyju en segjum sem svo að það komi þurrt ár á Austurlandi, gæti það þýtt að það þurfi að flytja raforku inn á Austurland af öðrum landshlutum í því tíðin sé önnur þar,“ segir Íris og nefnir um leið dæmi frá meginlandinu. „Í Evrópu er áherslan á að geta flutt vindorkuframleiðslu í Danmörku og Þýskalandi eða vatnsfallsraforku í Svíþjóð og Noregi á milli svæða en það tryggir öllum aðgengi að endurnýjanlegri orku á hagkvæmu verði. Að gera það flokkast einfaldlega undir öryggisstefnu þjóða.“ Það tekur 10-15 ár að byggja virkjanir en með nýsköpun er hægt að tryggja meiri hagkvæmni, nýtni og afköst segir Íris en Snerpa Power hefur bæði hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og tryggði sér 2,2 milljónir evra í fyrstu fjármögnunarlotu félagsins fyrir tveimur árum síðan.Vísir/Anton Brink Þegar talið berst að nýjum lausnum eins og SnerpaPower, meiri sjálfvirknivæðingu og fleira er Íris fljót að setja það í samhengi, hvers vegna þær geta skipt sköpum. „Það tekur 10-15 ár að byggja virkjanir en með nýsköpun er hægt að tryggja meiri hagkvæmni, nýtni og afköst, sem er í raun ígildi nýrrar virkjunar, svona eins og SnerpaPower er að vinna að.“ Íris segist þakklát þeim styrkjum sem félagið hefur hlotið frá Tækniþróunarsjóði. Þróunarstarfið standi enn yfir þótt viðskiptavinir séu líka farnir að skila félaginu tekjum. Lausnin sé skalanleg og aðlögun fyrir Evrópumarkað langt komin. „Við erum í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki í Noregi, eins og Statnett, stærstu dreifiveiturnar, SINTEF og iðnfyrirtæki. Markmiðið er að auka afkastagetu raforkukerfisins um 25% með stafrænum lausnum. Samstarfið felur í sér mikla viðurkenningu fyrir okkur. Enda staðfesting á því að þörfin á lausn eins og okkar er til staðar víðar en á Íslandi og að lausn SnerpaPower er að
Orkumál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02 Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02 Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ „Í fyrsta lagi myndi ég segja fólki að tala um hugmyndina sína við einhvern. Sem oft er erfiðast en mjög gott fyrsta skref. Enda allt annað að byggja eitthvað upp einn og lokaður af,“ segir Edda Konráðsdóttir stofnandi Innovation Week sem nú stendur yfir. 14. maí 2025 07:02 Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02 Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02
Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Í dag gengur allt út á að „matcha“ við einhvern; Að parast. En nú er þessi pörunaraðferð orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum líka. 7. apríl 2025 07:02
Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Það gerast alls konar hlutir sem eru mannlegir og sjálfvirknivæðingin ræður ekkert við,“ segir Þórhildur Edda Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply. 18. nóvember 2024 07:00
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00
Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ „Í fyrsta lagi myndi ég segja fólki að tala um hugmyndina sína við einhvern. Sem oft er erfiðast en mjög gott fyrsta skref. Enda allt annað að byggja eitthvað upp einn og lokaður af,“ segir Edda Konráðsdóttir stofnandi Innovation Week sem nú stendur yfir. 14. maí 2025 07:02
Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Kerfið okkar nýtist öllum aðilum sem eru að selja fatnað á netinu. Það nýtist líka þeim sem nú þegar bjóða upp á að fólk geti „séð“ hvernig það mátast í flíkina,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og vísar þar til „virtual fitting,“ sem sífellt fleiri eru að taka upp. 23. september 2024 07:02
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur