Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 11:00 Atvik málsins eru sögð hafa átt sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra.
Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira