Innlent

Netlaust í Ráð­húsinu vegna öryggis­ráð­stafana

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Netið datt út í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun. Um öryggisráðstöfun var að ræða.

Fréttastofa fékk ábendingu um að netið hefði dottið út um tíuleytið í morgun. Það var ekki komið á þegar þessi frétt er skrifuð.

Hrund Þórsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá borginni, segir í samtali við fréttastofu að um öryggisráðstöfun sé að ræða og að netið hafi verið tekið út í samræmi við verkferla. Starfsfólk hafi verið látið vita af þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×