„Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 14. ágúst 2025 20:37 Niko Hansen spilaði fyrsta klukkutímann rúman í leiknum í kvöld. Vísir/Diego Niko Hansen, framherji Víkings, var vitanlega vonsvikinn eftir 4-0 skell liðsins gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Bröndby-Stadion í kvöld. Danski framherjinn fékk úr litlu að moða í þessum leik. „Ég er bæði svekktur með sjálfan mig og hvernig liðið spilaði í þessum leik. Fyrri hálfleikur var svo sem allt í lagi en það hefði skipt okkur máli að ná að halda hreinu út hálfleikinn. Þeir skora ömurlegt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það kom þeim á bragðið,“ sagði Niko í samtali við Sýn Sport að leik loknum. „Við náðum ekki upp neinu spili og sköpuðum þar af leiðandi engin færi að þessu sinni. Við ógnuðum þeim ekki að neinu viti og það er gríðarlega svekkjandi hversu illa við spiluðum hérna eftir flottan fyrri leik,“ sagði hann þar að auki. „Þetta er sama tilfinning og ég fann þegar við töpuðum titilinum til Blika síðasta haust og það er alveg ömurlegt að upplifa slíkar tilfinningar aftur. Þetta var hræðileg frammistaða og það svíður sárt að hafa ekki náð að spila betur þegar svona mikið er undir,“ sagði Niko um þær tilfinningar sem bárust um innanbrjósts þegar niðurstaðan varð ljós. „Við náðum ekkert að nýta okkur það að vera einum fleiri. Spilið gekk hægt, við fengum enga krossa og fá sem engin skot á markið. Kannski var það bara verra að Bröndby missti mann af velli,“ sagði sóknarmaðurinn. „Við þurfum bara að halda áfram og mæta upp á Skaga og gera betur þar. Ef við ætlum að halda von í því að verða Íslandsmeistari þá verðum við einfaldlega að spila betur en við gerðum í kvöld. Við vinnum ekki titilinn ef við spilum svona í þeim leikjum sem eftir eru í deildinni,“ sagið Niko um framhaldið. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
„Ég er bæði svekktur með sjálfan mig og hvernig liðið spilaði í þessum leik. Fyrri hálfleikur var svo sem allt í lagi en það hefði skipt okkur máli að ná að halda hreinu út hálfleikinn. Þeir skora ömurlegt mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það kom þeim á bragðið,“ sagði Niko í samtali við Sýn Sport að leik loknum. „Við náðum ekki upp neinu spili og sköpuðum þar af leiðandi engin færi að þessu sinni. Við ógnuðum þeim ekki að neinu viti og það er gríðarlega svekkjandi hversu illa við spiluðum hérna eftir flottan fyrri leik,“ sagði hann þar að auki. „Þetta er sama tilfinning og ég fann þegar við töpuðum titilinum til Blika síðasta haust og það er alveg ömurlegt að upplifa slíkar tilfinningar aftur. Þetta var hræðileg frammistaða og það svíður sárt að hafa ekki náð að spila betur þegar svona mikið er undir,“ sagði Niko um þær tilfinningar sem bárust um innanbrjósts þegar niðurstaðan varð ljós. „Við náðum ekkert að nýta okkur það að vera einum fleiri. Spilið gekk hægt, við fengum enga krossa og fá sem engin skot á markið. Kannski var það bara verra að Bröndby missti mann af velli,“ sagði sóknarmaðurinn. „Við þurfum bara að halda áfram og mæta upp á Skaga og gera betur þar. Ef við ætlum að halda von í því að verða Íslandsmeistari þá verðum við einfaldlega að spila betur en við gerðum í kvöld. Við vinnum ekki titilinn ef við spilum svona í þeim leikjum sem eftir eru í deildinni,“ sagið Niko um framhaldið.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira