Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 17:02 Einn eldislaxanna sem veiddist í Haukadalsá í nótt. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50