Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 07:02 Ali Larijani, forseti þjóðaröryggisráðs Íran, veifar til stuðningsmanna Hezbollah í Beirút. AP/Bilal Hussein Háttsettur íranskur embættismaður fundaði á miðvikudag með ráðamönnum í Líbanon vegna áætlana um að afvopna Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá klerkastjórninni í Íran frá því þau voru stofnuð á níunda áratug síðustu aldar. Síðan þá hafa samtökin starfað innan ríkisins bæði sem vígahópur og valdamikið stjórnmálaafl. Með aðstoð klerkastjórnarinnar voru samtökin orðin mun öflugri en her Líbanon og reiddu Íranar lengi á Hezbollah sem lykilhluta varna ríkisins gegn Ísrael. Ísraelar drógu þó verulega úr getu samtakanna í fyrra. Í lok árs 2023 hófust átök milli Ísrael og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna hófu umfangsmiklar eldflaugárásir á Ísrael þann 8. októkber 2023, eftir árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael. Rúmlega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum og árásunum í Líbanon og þúsundir eru örkumla. Stuðningsmenn Hezbollah í Beirút í dag, þegar Ali Larijani heimsótti gröf Sayyed Hassan Nasrallah, fyrrverandi leiðtoga samtakanna.AP/Hussein Malla Dregið úr áhrifum Írana Áðurnefndur embættismaður frá Íran heitir Ali Larijani en hann var áður yfirmaður í byltingarverði Íran en er nú forseti þjóðaröryggisráðs ríkisins. Hann er æðsti íranski embættismaðurinn sem heimsótt hefur Líbanon um nokkuð skeið. Ríkisstjórn Líbanon samþykkti nýverið aðgerðaáætlun, sem studd er af yfirvöldum í Bandaríkjunum, um að afvopna Hezbollah fyrir lok þessa árs. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa hafnað þeirri áætlun og saka ríkisstjórn Nawaf Salam, forsætisráðherra, um að láta undan kröfum Bandaríkjamanna á kostnað Líbanon. Í yfirlýsingu frá leiðtogum Hezbollah sagði að þeir myndu hunsa þessa áætlun um afvopnun þeirra og að þeir myndu ekki ræða við ríkisstjórnina fyrr en Ísraelar hættu alfarið árásum á Líbanon. Áætlunin byggir á vopnahléi sem gert var milli Ísraela annars vegar og Hezbollah og Líbanon hins vegar í október. Samkvæmt vopnahléssamningnum áttu vígamenn Hezbollah að hörfa frá suðurhluta Líbanon og her ríkisins átti að taka stjórn á svæðinu. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Þegar samkomulagið var gert höfðu Ísraelar unnið mikinn skaða á Hezbollah samtökunum, með umfangsmiklum loftárásum, banatilræðum gegn mörgum af leiðtogum samtakanna og öðrum aðferðum sem skildu stóra hluta Líbanon í rúst. Nokkrum dögum eftir að vopnahléið tók gildi féll ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi, sem hafði einnig notið stuðnings Írana og Hezbollah, og töpuðu Íranar þar bestu leiðinni til að koma vopnum og mönnum til Líbanon. Fall Assads einangraði Hezbollah enn frekar. Feta þröngan milliveg Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Beirút orðið fyrir miklum þrýstingi frá erindrekum frá Vesturlöndum og öðrum Mið-Austurlöndum um að framfylgja samkomulaginu og afvopna Hezbollah. New York Times segir það vera lykilatriði fyrir ráðamenn í Líbanon til að fá aðgang að lánsfé og neyðaraðstoð til uppbyggingar eftir átökin í fyrra og langvarandi efnahags- og stjórnmálakrísa. Ráðamenn í Beirút eru sagðir þurfa að feta þröngan milliveg. Þeir standa frammi fyrir því að Ísraelar, sem eru enn með hermenn í Líbanon, gætu hafið árásir á nýjan leik, dragi stjórnvöld lappirnar í því að afvopna Hezbollah. Ísraelar hafa gert reglulegar árásir í Líbanon eftir að vopnahléið tók gildi og segja þeir beinast gegn vígamönnum Hezbollah. Á hinn bóginn gæti reynst erfitt að afvopna samtökin, án þess að Ísraelar gefi eftir og yfirgefi til dæmis stöður sínar í landinu. Frá fundi Ali Larijani og Joseph Aoun, forseta Líbanon í dag.AP/Forsetaembætti Líbanon Hafnaði afskiptum Írana Á fundi með Larijani sagði Joseph Aoun, forseti Líbanon, að engum hópum væri heimilað að bera vopn í Líbanon eða njóta stuðnings erlendra ríkja. Vísaði hann þar til stuðnings Írana við Hezbollah og sagðist hafna slíkum afskiptum af innanríkismálum Líbanon. NYT hefur eftir Larijani að heimsókn hans hafi eingöngu verið til marks um stuðning við ríkið Líbanon og hafnaði hann að Íran hefði afskipti af innanríkismálum þar. Þess í stað sakaði hann Bandaríkjamenn um að þvinga á ríkisstjórn Líbanon áætlun um afvopnun Hezbollah. Larijani sagði vopnabúr hryðjuverkasamtakanna vera hluta af vörnum ríkisins gegn Ísrael. Í frétt Al-Jazeera segir að eftir að ráðamenn lýstu yfir áætlun sinni um afvopnun Hezbollah hafi stuðningsmenn samtakanna komið saman og lokað veginum á flugvöllinn í Beirút um tíma. Það hafi þó staðið stutt yfir og að lítið hafi verið mótmælt eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Íran Ísrael Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Síðan þá hafa samtökin starfað innan ríkisins bæði sem vígahópur og valdamikið stjórnmálaafl. Með aðstoð klerkastjórnarinnar voru samtökin orðin mun öflugri en her Líbanon og reiddu Íranar lengi á Hezbollah sem lykilhluta varna ríkisins gegn Ísrael. Ísraelar drógu þó verulega úr getu samtakanna í fyrra. Í lok árs 2023 hófust átök milli Ísrael og Hezbollah, eftir að vígamenn samtakanna hófu umfangsmiklar eldflaugárásir á Ísrael þann 8. októkber 2023, eftir árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísrael. Rúmlega fjögur þúsund manns létu lífið í átökunum og árásunum í Líbanon og þúsundir eru örkumla. Stuðningsmenn Hezbollah í Beirút í dag, þegar Ali Larijani heimsótti gröf Sayyed Hassan Nasrallah, fyrrverandi leiðtoga samtakanna.AP/Hussein Malla Dregið úr áhrifum Írana Áðurnefndur embættismaður frá Íran heitir Ali Larijani en hann var áður yfirmaður í byltingarverði Íran en er nú forseti þjóðaröryggisráðs ríkisins. Hann er æðsti íranski embættismaðurinn sem heimsótt hefur Líbanon um nokkuð skeið. Ríkisstjórn Líbanon samþykkti nýverið aðgerðaáætlun, sem studd er af yfirvöldum í Bandaríkjunum, um að afvopna Hezbollah fyrir lok þessa árs. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafa hafnað þeirri áætlun og saka ríkisstjórn Nawaf Salam, forsætisráðherra, um að láta undan kröfum Bandaríkjamanna á kostnað Líbanon. Í yfirlýsingu frá leiðtogum Hezbollah sagði að þeir myndu hunsa þessa áætlun um afvopnun þeirra og að þeir myndu ekki ræða við ríkisstjórnina fyrr en Ísraelar hættu alfarið árásum á Líbanon. Áætlunin byggir á vopnahléi sem gert var milli Ísraela annars vegar og Hezbollah og Líbanon hins vegar í október. Samkvæmt vopnahléssamningnum áttu vígamenn Hezbollah að hörfa frá suðurhluta Líbanon og her ríkisins átti að taka stjórn á svæðinu. Sjá einnig: Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Þegar samkomulagið var gert höfðu Ísraelar unnið mikinn skaða á Hezbollah samtökunum, með umfangsmiklum loftárásum, banatilræðum gegn mörgum af leiðtogum samtakanna og öðrum aðferðum sem skildu stóra hluta Líbanon í rúst. Nokkrum dögum eftir að vopnahléið tók gildi féll ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi, sem hafði einnig notið stuðnings Írana og Hezbollah, og töpuðu Íranar þar bestu leiðinni til að koma vopnum og mönnum til Líbanon. Fall Assads einangraði Hezbollah enn frekar. Feta þröngan milliveg Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Beirút orðið fyrir miklum þrýstingi frá erindrekum frá Vesturlöndum og öðrum Mið-Austurlöndum um að framfylgja samkomulaginu og afvopna Hezbollah. New York Times segir það vera lykilatriði fyrir ráðamenn í Líbanon til að fá aðgang að lánsfé og neyðaraðstoð til uppbyggingar eftir átökin í fyrra og langvarandi efnahags- og stjórnmálakrísa. Ráðamenn í Beirút eru sagðir þurfa að feta þröngan milliveg. Þeir standa frammi fyrir því að Ísraelar, sem eru enn með hermenn í Líbanon, gætu hafið árásir á nýjan leik, dragi stjórnvöld lappirnar í því að afvopna Hezbollah. Ísraelar hafa gert reglulegar árásir í Líbanon eftir að vopnahléið tók gildi og segja þeir beinast gegn vígamönnum Hezbollah. Á hinn bóginn gæti reynst erfitt að afvopna samtökin, án þess að Ísraelar gefi eftir og yfirgefi til dæmis stöður sínar í landinu. Frá fundi Ali Larijani og Joseph Aoun, forseta Líbanon í dag.AP/Forsetaembætti Líbanon Hafnaði afskiptum Írana Á fundi með Larijani sagði Joseph Aoun, forseti Líbanon, að engum hópum væri heimilað að bera vopn í Líbanon eða njóta stuðnings erlendra ríkja. Vísaði hann þar til stuðnings Írana við Hezbollah og sagðist hafna slíkum afskiptum af innanríkismálum Líbanon. NYT hefur eftir Larijani að heimsókn hans hafi eingöngu verið til marks um stuðning við ríkið Líbanon og hafnaði hann að Íran hefði afskipti af innanríkismálum þar. Þess í stað sakaði hann Bandaríkjamenn um að þvinga á ríkisstjórn Líbanon áætlun um afvopnun Hezbollah. Larijani sagði vopnabúr hryðjuverkasamtakanna vera hluta af vörnum ríkisins gegn Ísrael. Í frétt Al-Jazeera segir að eftir að ráðamenn lýstu yfir áætlun sinni um afvopnun Hezbollah hafi stuðningsmenn samtakanna komið saman og lokað veginum á flugvöllinn í Beirút um tíma. Það hafi þó staðið stutt yfir og að lítið hafi verið mótmælt eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Íran Ísrael Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira