Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar 13. ágúst 2025 18:01 Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Fjárhættuspil Börn og uppeldi Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar