Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 08:30 Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag? Það er komið bakslag í baráttuna og af hverju er þetta ennþá barátta eftir öll þessi ár? Samkvæmt netheimildum var fyrsta baráttugangan haldin árið 1999 fyrir 26 árum síðan. Á þessu tímabili ætti margt að vera breytt og allir í okkar samfélagi ættu að geta fengið að vera eins og þeir eru. Á netmiðlum sést greinilega að þar er sterk hatursorðræða. Þar er fólk sem þykist vita betur en aðrir og úthúðar öllum þeim sem passa ekki inn í hinn hefðbundna kassa. Góð vinkona mín og hennar kona hafa lent í aðkasti tvö ár í röð á hinsegin dögum bara fyrir það að vera samkynhneigðar. Af hverju leyfir okkar íslenska samfélag ekki öllum að vera eins og þeir eru og elska þá sem þeir vilja sama hvers kyns þau eru? Við í skólum landsins höfum einnig fundið fyrir þessu aukna bakslagi. Það er hópur barna sem tekur sig saman og talar niður til þeirra sem skera sig úr heildinni. Hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þau ganga eftir börnum eða fullorðnum og gelta á þau svo þau upplifi sig valdmeiri en aðrir. Það er auðvelt að tala aðra niður til að upphefja sjálfan sig. Viljum við búa í þannig samfélagi? Við í skólunum þurfum að berjast fyrir rétti allra þannig að allir fá að tilheyra, sama hvernig þeir eru. Það er erfitt þegar samfélagið er í svona miklu bakslagi. Samtökin ´78 hafa gert fræðslusamning við sveitarfélög þar sem þau koma með fræðslu inn í skóla landsins. Öll stærri sveitarfélög landsins eru búin að gera samning við samtökin. Kópavogur er eftir og þarf að stíga sama skref og aðrir svo börn í sveitarfélaginu fái fræðslu um mannréttindi og jafnrétti. Öll börn eiga að fá að njóta sama réttar, að þau upplifi sig örugg. Með undirritun fræðslusamnings gefa sveitarfélög það út að þau styðja við öll börn. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Við höfum heyrt að við séum að innræta börn og hafa áhrif á þau. Fræðsla er ekki innræting. Fræðsla stuðlar að vitundarvakningu. Fræðsla upplýsir nemendur um það málefni sem fræðslan snýr að. Fræðsla til nemenda er mikilvæg. Nemendur þurfa að fá að vita að það eru ekki allir eins. Við eigum að fá að vera eins og við erum en ekki vera eitthvað annað. Ár hvert þegar elstu nemendur skólans hjá mér útskrifast fá nemendur afhentar rósir. Rósirnar eru allar mismunandi á litinn og allar hafa sitt sérkenni. Þau skilaboð sem ég sendi með nemendum út í lífið er að rósirnar tákna þau sjálf. Það er enginn eins og það er mikilvægt að allir fá að vera eins og þeir eru og taki öðrum eins og þeir eru. Þau eiga að vera stolt af sér sjálfum. Ekki vera sá sem úthúðar öðrum. Þú veist ekki hvort að barnið þitt, barnabarn, vinur eða náinn aðili sé trans eða hinsegin. Fólk sem þú elskar. Gættu orða þinna. Við viljum lifa öruggu lífi í okkar samfélagi og ekki vera niðurlægð. Við viljum samfélag þar sem náunginn sýnir okkur samkennd og virðingu, sama hver við erum. Viljum við ekki gera allt fyrir ástina eins og Páll Óskar syngur um. Út með hatrið. Inn með ástina. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Hinsegin Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú er hinsegin dögum lokið þetta árið. Á hverju ári sameinast hinsegin fólk í ákalli um réttlátt, litríkt samfélag. Ég man fyrir nokkrum árum þar sem erlendar þjóðir öfunduðu okkur Íslendinga að vera komin svona langt í baráttu hinsegin fólks, eitthvað sem við vorum stolt af. Erum við á þeim stað í dag? Það er komið bakslag í baráttuna og af hverju er þetta ennþá barátta eftir öll þessi ár? Samkvæmt netheimildum var fyrsta baráttugangan haldin árið 1999 fyrir 26 árum síðan. Á þessu tímabili ætti margt að vera breytt og allir í okkar samfélagi ættu að geta fengið að vera eins og þeir eru. Á netmiðlum sést greinilega að þar er sterk hatursorðræða. Þar er fólk sem þykist vita betur en aðrir og úthúðar öllum þeim sem passa ekki inn í hinn hefðbundna kassa. Góð vinkona mín og hennar kona hafa lent í aðkasti tvö ár í röð á hinsegin dögum bara fyrir það að vera samkynhneigðar. Af hverju leyfir okkar íslenska samfélag ekki öllum að vera eins og þeir eru og elska þá sem þeir vilja sama hvers kyns þau eru? Við í skólum landsins höfum einnig fundið fyrir þessu aukna bakslagi. Það er hópur barna sem tekur sig saman og talar niður til þeirra sem skera sig úr heildinni. Hvort sem það eru fullorðnir eða börn. Þau ganga eftir börnum eða fullorðnum og gelta á þau svo þau upplifi sig valdmeiri en aðrir. Það er auðvelt að tala aðra niður til að upphefja sjálfan sig. Viljum við búa í þannig samfélagi? Við í skólunum þurfum að berjast fyrir rétti allra þannig að allir fá að tilheyra, sama hvernig þeir eru. Það er erfitt þegar samfélagið er í svona miklu bakslagi. Samtökin ´78 hafa gert fræðslusamning við sveitarfélög þar sem þau koma með fræðslu inn í skóla landsins. Öll stærri sveitarfélög landsins eru búin að gera samning við samtökin. Kópavogur er eftir og þarf að stíga sama skref og aðrir svo börn í sveitarfélaginu fái fræðslu um mannréttindi og jafnrétti. Öll börn eiga að fá að njóta sama réttar, að þau upplifi sig örugg. Með undirritun fræðslusamnings gefa sveitarfélög það út að þau styðja við öll börn. Fjölbreytileikinn er mikilvægur. Við höfum heyrt að við séum að innræta börn og hafa áhrif á þau. Fræðsla er ekki innræting. Fræðsla stuðlar að vitundarvakningu. Fræðsla upplýsir nemendur um það málefni sem fræðslan snýr að. Fræðsla til nemenda er mikilvæg. Nemendur þurfa að fá að vita að það eru ekki allir eins. Við eigum að fá að vera eins og við erum en ekki vera eitthvað annað. Ár hvert þegar elstu nemendur skólans hjá mér útskrifast fá nemendur afhentar rósir. Rósirnar eru allar mismunandi á litinn og allar hafa sitt sérkenni. Þau skilaboð sem ég sendi með nemendum út í lífið er að rósirnar tákna þau sjálf. Það er enginn eins og það er mikilvægt að allir fá að vera eins og þeir eru og taki öðrum eins og þeir eru. Þau eiga að vera stolt af sér sjálfum. Ekki vera sá sem úthúðar öðrum. Þú veist ekki hvort að barnið þitt, barnabarn, vinur eða náinn aðili sé trans eða hinsegin. Fólk sem þú elskar. Gættu orða þinna. Við viljum lifa öruggu lífi í okkar samfélagi og ekki vera niðurlægð. Við viljum samfélag þar sem náunginn sýnir okkur samkennd og virðingu, sama hver við erum. Viljum við ekki gera allt fyrir ástina eins og Páll Óskar syngur um. Út með hatrið. Inn með ástina. Höfundur er skólastjóri Hörðuvallaskóla.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun