Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2025 17:37 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist örlítið í ágúst. Forstjóri Vinnumálastofnunin segir aukið atvinnuleysi á milli mánaða stafa af árvissri árstíðarsveiflu í íslensku atvinnulífi sem orsakist af fækkun ferðamanna og samdrætti í byggingariðnaðinum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir þessa þróun dæmigerða og að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um vetrartímann, fram yfir áramót, en dragist svo saman með hækkandi sól. Nóg af vinnu að hafa Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra, eitt prósent. Atvinnuleysið hafi verið minnst þar í langan tíma. Hún segir árstíðarbundið atvinnuleysi ekki áberandi í öðrum geirum atvinnulífsins. Ferðaþjónustan og byggingariðnaðurinn skeri sig úr en aðrar atvinnugreinar séu talsvert stöðugri. Unnur segir blómlegt atvinnulíf á Íslandi og nóg af vinnu að hafa. Á Íslandi séu atvinnuleysistölur marktækt lægri en á Norðurlöndunum og Evrópu. Engin bölsýni sé á skrifstofum Vinnumálastofu enda nemi aukning atvinnuleysis á milli mánaða ekki nema einn tíunda úr prósenti. Karlmenn séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá og það sé vegna kynjaójafnvægis í byggingariðnaðinum. Hlutfall kvenna á skránni aukist eftir því sem dregur á veturinn vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Atvinnulausir duglegir að endurmennta sig Eru atvinnulausir í stöðugri leit að vinnum eða eru margir lengi á skrá? „Sem betur fer er það nú þannig að mjög margir fá vinnu innan fjögurra mánaða. Það er gríðarleg velta hjá okkur af skjólstæðingum. Hjá sumum tekur það aðeins lengri tíma en svo er alltaf einhver hópur sem ílengist og á erfiðara með að finna störf en þá erum við með mjög góða þjónustu hér í náms- og starfsráðgjöf,“ segir Unnur. Hún segir atvinnulausa duglegt við að sækja námskeið og endurmenntun telji það bæta stöðu sína í atvinnuleitinni. Svo vegi fjölgun starfa í opinbera geiranum og menntakerfinu upp á móti fækkun þeirra í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. „Þetta eru lágar tölur og góðar,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vinnumarkaður Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir þessa þróun dæmigerða og að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um vetrartímann, fram yfir áramót, en dragist svo saman með hækkandi sól. Nóg af vinnu að hafa Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra, eitt prósent. Atvinnuleysið hafi verið minnst þar í langan tíma. Hún segir árstíðarbundið atvinnuleysi ekki áberandi í öðrum geirum atvinnulífsins. Ferðaþjónustan og byggingariðnaðurinn skeri sig úr en aðrar atvinnugreinar séu talsvert stöðugri. Unnur segir blómlegt atvinnulíf á Íslandi og nóg af vinnu að hafa. Á Íslandi séu atvinnuleysistölur marktækt lægri en á Norðurlöndunum og Evrópu. Engin bölsýni sé á skrifstofum Vinnumálastofu enda nemi aukning atvinnuleysis á milli mánaða ekki nema einn tíunda úr prósenti. Karlmenn séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá og það sé vegna kynjaójafnvægis í byggingariðnaðinum. Hlutfall kvenna á skránni aukist eftir því sem dregur á veturinn vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Atvinnulausir duglegir að endurmennta sig Eru atvinnulausir í stöðugri leit að vinnum eða eru margir lengi á skrá? „Sem betur fer er það nú þannig að mjög margir fá vinnu innan fjögurra mánaða. Það er gríðarleg velta hjá okkur af skjólstæðingum. Hjá sumum tekur það aðeins lengri tíma en svo er alltaf einhver hópur sem ílengist og á erfiðara með að finna störf en þá erum við með mjög góða þjónustu hér í náms- og starfsráðgjöf,“ segir Unnur. Hún segir atvinnulausa duglegt við að sækja námskeið og endurmenntun telji það bæta stöðu sína í atvinnuleitinni. Svo vegi fjölgun starfa í opinbera geiranum og menntakerfinu upp á móti fækkun þeirra í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. „Þetta eru lágar tölur og góðar,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Vinnumarkaður Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira