Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar 12. ágúst 2025 13:45 Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Neytendur Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar