Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2025 13:28 Íbúar hernumdra héraða búa við þröngan kost. AP/24. bryndeild Úkraínuhers Austurhéruð Úkraínu eru glötuð að mati sérfræðings en sætti Vladímír Pútín Rússlandsforseti sig við landvinninga eina og sér geti vopnahlé verið í sjónmáli. Afleiðingarnar sem það kynni að hafa fyrir Úkraínusinnaða íbúa á hernumdum svæðum gætu gert friðinn langþráða, ansi dýrkeyptan. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínu ekki munu fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér afsal á landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið hið ofangreinda í skyn í aðdraganda sögulegs fundar síns með Pútín Rússlandsforseta í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Valur Gunnarsson er sagnfræðingur og rithöfundur.Vísir/Vilhelm J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna sagði þó um helgina að fundur Selenskí og Pútíns sé kominn á skipulagsstig en ekki liggur fyrir hvort hann eigi við um að slíkur fundur færi fram í Alaska á föstudaginn eða hvort hann kæmi í kjölfar hans. Margt bendir til að um örlagastund sé að ræða þar sem Trump hefur gengið talsvert harðar fram gagnvart Rússum en heimurinn hefur átt að venjast. Pútín telur sínum hag borgið í að ræða við Bandaríkjaforseta en hann hefur þó ekkert slakað á kröfum sínum, sem eru Úkraínumönnum óásættanlegar. Pútín geti „Gasavætt“ Úkraínu Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, rithöfundur og sérfræðingur í málefnum Rússlands, heldur þó væntingum sínum í lágmarki. „Það getur vel verið að niðurstaðan verði engin og þeir ákveða að hittast aftur. En ef við erum að tala um hvernig friðarsamningar gætu litið út þá er Pútín náttúrlega búinn að halda í sínar maxímalístísku kröfur sem eru þær að „afnasistavæða“ Úkraínu sem þýðir það að hann fær að stjórna hver ræður yfir Úkraínu. Þetta hefur alltaf verið markmiðið hjá honum að leggja undir sig alla Úkraínu, beint eða óbeint. Síðan vill hann afvopna Úkraínu. Þeir fái ekki meiri stuðning og eigi að afvopnast sjálfir og það þýðir að hann getur „Gasavætt“ landið. Það er engin leið að samþykkja þetta því þá hættir Úkraína að vera til sem sjálfstætt ríki. Ef þetta eru kröfurnar þá er ekki um neitt að tala,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Sé Pútín snjall notfæri hann sér þá ímynd sem Trump vill af sér skapa sem forseta friðar. Friðarverðlaun Nóbels verða veitt í desember og ljóst er að hann fúlsaði ekki við þeim. Eftir að hafa lagt mikinn þrýsting á Úkraínumenn undanfarna mánuði og engum árangri náð breytti hann um stefnu og hótaði að þrengja beltið utan um Rússland með efnahagslegum refsiaðgerðum. „Það er ótrúlegt hvernig Pútín hefur spilað frá sér stöðuna sem var í febrúar, mars þar sem Trump var að bjóða honum miklu meira heldur verið er að tala um núna. En Pútín hélt alltaf í þessar kröfur þannig að hann missti álit Trump,“ segir Valur. „Um leið og Trump fór að hóta að beita þvingunum kom svolítið annað hljóð í skrokkinn hjá Pútín. Þegar hann fékk bara ástarbréf í febrúar, mars vildi hann bara meira en síðan þegar verið er að draga þetta til baka og hóta aðgerðum fór hann að verða aðeins samvinnuþýðari,“ segir hann. Hernumdir mishlynntir innlimun Valur segir það besta í stöðunni fyrir alla, ekki síst Úkraínumenn, vera vopnahlé, að víglínan sé fryst þar sem hún liggur í dag. Úkraínumenn þurfi hvíld og að efla varnir sínar. Aukinnar stríðsþreytu gætir meðal Úkraínumanna. Það þurfi þó ekki að þýða að Úkraína viðurkenni formlega rússnesk yfirráð yfir hernumdum svæðum á borð við Dónetsk, Lúhansk og Krímskagann. Staðan á jörðu niðri sé flókin. Stærsti hluti íbúa austurhéraðanna hafa rússnesku að móðurmáli og líta margir á sig fyrst og fremst sem Rússa. Blóðsúthellingarnar sem Pútín hefur leitt yfir þá hafa þó breytt afstöðu margra þeirra til „móðurlandsins.“ Sjá einnig: Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna „Ég þekki nú eina hér frá Kherson sem lét 2014 ekkert á sig fá, hún er rússneskumælandi en er núna alveg ofboðslega Úkraínusinnuð en segir reyndar að foreldrar hennar séu á öðru máli. Raunverulega var öllum þessum spurningum svarað 2014, 2015 þegar austurhluti Dónetsk og Lúhansk gengu úr Úkraínu og aðrir ekki,“ segir Valur. Þjóðernishreinsanir á næsta leiti Hefur stríðið breytt afstöðu íbúa Sapóríssjíu og Kherson? „Já, heldur betur. Ég hitti mann í stórskotaliði í Lúhansk sem sagði: „Ég leit alltaf á mig sem Rússa en síðan eftir að þeir byrjuðu að ráðast á okkur hef ég verið að varpa sprengjum á þá.“ Pútín sem segist vera hjálpa þessu fólki er búinn að kalla stríð yfir það sem er búið að standa í ellefu ár,“ segir hann. Úkraínusinnaðir íbúar hernuminna svæða segir Valur búa við þröngan kost. Rússnesk innanríkisvegabréf séu skilyrði fyrir öllum ferðalögum og Rússar séu þegar hafnir að flytja inn fólk í miklum mæli. Hið sama gerðu þeir á Krímskaga eftir að hafa innlimað hann árið 2014. Erum við að fara að sjá stórfelldar þjóðernishreinsanir austan fyrir? „Þær eru í praksís þegar löngu byrjaðar. Þeir eru að flytja Rússa inn. Það fluttu 2 milljónir Rússa á Krímskaga en Krímskagi þykir mjög fínn staður að búa á. Það þykir kannski minna fínt að búa í Maríúpól en þeir eru að reisa byggingar þar. Ég hef heyrt að þeir sem eru hlynntir Úkraínu þar geti varla farið út úr húsi án þess að vera með rússneskan passa og hafa sig hæga. Þjóðernishreinsanirnar verða fyrst og fremst þannig að þeir flytji fleiri Rússa inn og þeir Úkraínumenn sem geta, hafa sig á brott,“ segir Valur. „Þeir vilja í raun helst gera þá að Rússum. Hugmyndafræðin segir það að þeir séu afvegaleiddir Rússar og þeir þurfi bara að sjá ljósið,“ segir hann. Staðan líti ekki allt of vel út fyrir Selenskí og hans menn en að þó sé tilefni til að fagna hugsanlegu vopnahléi. „Ef þetta snýst um að Pútín taki yfir Úkraínu þá er ekki hægt samþykkja það, en ef Pútín er reiðubúinn að sætta sig við að taka bara yfir land þá væri hægt að leyfa honum að komast upp með það. Það er einhver varnarsigur fyrir Úkraínumenn að ná að halda sjálfstæði sínu. Friðurinn er fyrir öllu, friður að því gefnu að ríkið haldi sjálfstæði,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínu ekki munu fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér afsal á landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið hið ofangreinda í skyn í aðdraganda sögulegs fundar síns með Pútín Rússlandsforseta í Alaska þann 15. ágúst, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Valur Gunnarsson er sagnfræðingur og rithöfundur.Vísir/Vilhelm J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna sagði þó um helgina að fundur Selenskí og Pútíns sé kominn á skipulagsstig en ekki liggur fyrir hvort hann eigi við um að slíkur fundur færi fram í Alaska á föstudaginn eða hvort hann kæmi í kjölfar hans. Margt bendir til að um örlagastund sé að ræða þar sem Trump hefur gengið talsvert harðar fram gagnvart Rússum en heimurinn hefur átt að venjast. Pútín telur sínum hag borgið í að ræða við Bandaríkjaforseta en hann hefur þó ekkert slakað á kröfum sínum, sem eru Úkraínumönnum óásættanlegar. Pútín geti „Gasavætt“ Úkraínu Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, rithöfundur og sérfræðingur í málefnum Rússlands, heldur þó væntingum sínum í lágmarki. „Það getur vel verið að niðurstaðan verði engin og þeir ákveða að hittast aftur. En ef við erum að tala um hvernig friðarsamningar gætu litið út þá er Pútín náttúrlega búinn að halda í sínar maxímalístísku kröfur sem eru þær að „afnasistavæða“ Úkraínu sem þýðir það að hann fær að stjórna hver ræður yfir Úkraínu. Þetta hefur alltaf verið markmiðið hjá honum að leggja undir sig alla Úkraínu, beint eða óbeint. Síðan vill hann afvopna Úkraínu. Þeir fái ekki meiri stuðning og eigi að afvopnast sjálfir og það þýðir að hann getur „Gasavætt“ landið. Það er engin leið að samþykkja þetta því þá hættir Úkraína að vera til sem sjálfstætt ríki. Ef þetta eru kröfurnar þá er ekki um neitt að tala,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Sé Pútín snjall notfæri hann sér þá ímynd sem Trump vill af sér skapa sem forseta friðar. Friðarverðlaun Nóbels verða veitt í desember og ljóst er að hann fúlsaði ekki við þeim. Eftir að hafa lagt mikinn þrýsting á Úkraínumenn undanfarna mánuði og engum árangri náð breytti hann um stefnu og hótaði að þrengja beltið utan um Rússland með efnahagslegum refsiaðgerðum. „Það er ótrúlegt hvernig Pútín hefur spilað frá sér stöðuna sem var í febrúar, mars þar sem Trump var að bjóða honum miklu meira heldur verið er að tala um núna. En Pútín hélt alltaf í þessar kröfur þannig að hann missti álit Trump,“ segir Valur. „Um leið og Trump fór að hóta að beita þvingunum kom svolítið annað hljóð í skrokkinn hjá Pútín. Þegar hann fékk bara ástarbréf í febrúar, mars vildi hann bara meira en síðan þegar verið er að draga þetta til baka og hóta aðgerðum fór hann að verða aðeins samvinnuþýðari,“ segir hann. Hernumdir mishlynntir innlimun Valur segir það besta í stöðunni fyrir alla, ekki síst Úkraínumenn, vera vopnahlé, að víglínan sé fryst þar sem hún liggur í dag. Úkraínumenn þurfi hvíld og að efla varnir sínar. Aukinnar stríðsþreytu gætir meðal Úkraínumanna. Það þurfi þó ekki að þýða að Úkraína viðurkenni formlega rússnesk yfirráð yfir hernumdum svæðum á borð við Dónetsk, Lúhansk og Krímskagann. Staðan á jörðu niðri sé flókin. Stærsti hluti íbúa austurhéraðanna hafa rússnesku að móðurmáli og líta margir á sig fyrst og fremst sem Rússa. Blóðsúthellingarnar sem Pútín hefur leitt yfir þá hafa þó breytt afstöðu margra þeirra til „móðurlandsins.“ Sjá einnig: Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna „Ég þekki nú eina hér frá Kherson sem lét 2014 ekkert á sig fá, hún er rússneskumælandi en er núna alveg ofboðslega Úkraínusinnuð en segir reyndar að foreldrar hennar séu á öðru máli. Raunverulega var öllum þessum spurningum svarað 2014, 2015 þegar austurhluti Dónetsk og Lúhansk gengu úr Úkraínu og aðrir ekki,“ segir Valur. Þjóðernishreinsanir á næsta leiti Hefur stríðið breytt afstöðu íbúa Sapóríssjíu og Kherson? „Já, heldur betur. Ég hitti mann í stórskotaliði í Lúhansk sem sagði: „Ég leit alltaf á mig sem Rússa en síðan eftir að þeir byrjuðu að ráðast á okkur hef ég verið að varpa sprengjum á þá.“ Pútín sem segist vera hjálpa þessu fólki er búinn að kalla stríð yfir það sem er búið að standa í ellefu ár,“ segir hann. Úkraínusinnaðir íbúar hernuminna svæða segir Valur búa við þröngan kost. Rússnesk innanríkisvegabréf séu skilyrði fyrir öllum ferðalögum og Rússar séu þegar hafnir að flytja inn fólk í miklum mæli. Hið sama gerðu þeir á Krímskaga eftir að hafa innlimað hann árið 2014. Erum við að fara að sjá stórfelldar þjóðernishreinsanir austan fyrir? „Þær eru í praksís þegar löngu byrjaðar. Þeir eru að flytja Rússa inn. Það fluttu 2 milljónir Rússa á Krímskaga en Krímskagi þykir mjög fínn staður að búa á. Það þykir kannski minna fínt að búa í Maríúpól en þeir eru að reisa byggingar þar. Ég hef heyrt að þeir sem eru hlynntir Úkraínu þar geti varla farið út úr húsi án þess að vera með rússneskan passa og hafa sig hæga. Þjóðernishreinsanirnar verða fyrst og fremst þannig að þeir flytji fleiri Rússa inn og þeir Úkraínumenn sem geta, hafa sig á brott,“ segir Valur. „Þeir vilja í raun helst gera þá að Rússum. Hugmyndafræðin segir það að þeir séu afvegaleiddir Rússar og þeir þurfi bara að sjá ljósið,“ segir hann. Staðan líti ekki allt of vel út fyrir Selenskí og hans menn en að þó sé tilefni til að fagna hugsanlegu vopnahléi. „Ef þetta snýst um að Pútín taki yfir Úkraínu þá er ekki hægt samþykkja það, en ef Pútín er reiðubúinn að sætta sig við að taka bara yfir land þá væri hægt að leyfa honum að komast upp með það. Það er einhver varnarsigur fyrir Úkraínumenn að ná að halda sjálfstæði sínu. Friðurinn er fyrir öllu, friður að því gefnu að ríkið haldi sjálfstæði,“ segir Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira