Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2025 10:26 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir áfrýjun málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Í málinu var litháískur karlmaður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var sögð hafa orðið til þess að Litái á fertugsaldri hlaut bana af. Hin meinta árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Litháanum var gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hefði hann hlotið margþætta áverka. Hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra.Vísir/Vilhelm Eina beina ofbeldislýsingin í ákæru héraðssaksóknara var að hinn grunaði var sagður hafa slegið landa sinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá árásarmanninum sem neitaði sök varðandi manndráp. Hann viðurkenndi þó að hafa einmitt löðrungað manninn tvisvar en ekkert meira en það. Héraðsdómur sagði ekki liggja fyrir beina sönnun þess að árás árásarmannsins hefði verið grófari eða ofsafengnari en sú sem hann viðurkenndi. Þá væri ósamræmi í framburði hans ekki þess eðlis að það veitti sönnun um að hann hefði valdið dauða landa síns. „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það var að mati dómsins tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi og vegna þess að hann játaði. Mennirnir voru allir við störf við byggingu sumarhúss í Grímsnesi. Málið kemur nú til kasta Landsréttar. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir áfrýjun málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Í málinu var litháískur karlmaður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var sögð hafa orðið til þess að Litái á fertugsaldri hlaut bana af. Hin meinta árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Litháanum var gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hefði hann hlotið margþætta áverka. Hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra.Vísir/Vilhelm Eina beina ofbeldislýsingin í ákæru héraðssaksóknara var að hinn grunaði var sagður hafa slegið landa sinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá árásarmanninum sem neitaði sök varðandi manndráp. Hann viðurkenndi þó að hafa einmitt löðrungað manninn tvisvar en ekkert meira en það. Héraðsdómur sagði ekki liggja fyrir beina sönnun þess að árás árásarmannsins hefði verið grófari eða ofsafengnari en sú sem hann viðurkenndi. Þá væri ósamræmi í framburði hans ekki þess eðlis að það veitti sönnun um að hann hefði valdið dauða landa síns. „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það var að mati dómsins tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi og vegna þess að hann játaði. Mennirnir voru allir við störf við byggingu sumarhúss í Grímsnesi. Málið kemur nú til kasta Landsréttar.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira