„Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 12:59 Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Vísir/samsett Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent