„Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. ágúst 2025 12:15 Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari í hestaíþróttum. Vísir Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í Sviss í gær. Landsliðsþjálfari íslenska liðsins segir árangurinn á mótinu hafa verið frábæran og að tár hafi fallið hjá knöpum sem þurfa nú að skilja við hestana sína erlendis vegna sóttvarnalaga. Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Sviss síðustu vikuna og lauk í gær. Ísland vann til gullverðlauna í níu keppnisgreinum af fjórtán auk þess að vinna tíu silfur og tvö brons. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segir árangurinn frábæran. „Þetta var gífurlega mikil uppskera og sérstaklega í yngri flokkunum þar sem vannst alveg gífurlega góður árangur. Yfir heildina kemur landslið Íslands út sem stór sigurvegari á mótinu. Við vinnum svokallaðan liðsbikar sem er mikill akkur í því að vinna,“ sagði Sigurbjörn í samtali við fréttastofu Sýnar. Þá sagði Sigurbjörn að sigur Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur í slaktaumatölti hefði verið glæsilegur en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til gullverðlauna í þeirri grein. Þá vann Árni Björn Pálsson tölthornið svokallaða sem er einn eftirsóttasti titill mótsins. Söluverð getur hlaupið á tugum milljóna en spurning með gróðann Nú þegar mótinu lýkur þarf að skilja hestana eftir erlendis vegna sóttvarnalaga hér á landi. Sigurbjörn sagði yfir 90% hestanna vera selda nú þegar en söluverð eins hests hleypur á milljónum eða jafnvel tugum milljóna. Hann sagði þó erfitt að tjá sig um fjárhagslegan ávinning af sölu þeirra. „Þú kynnir þig, kemur þér á framfæri. Þetta er atvinna manns og við það að koma þér á framfæri þá eru sóknarfæri á ýmsum stöðum í góða vinnu. Það eru allir að fá eitthvað til baka en svo þegar þú ert búinn að þjálfa hest í kannski fjögur ár, afburðagrip, þegar þú reiknar vinnuna þá er ekki þar með sagt að þú sér að græða svo mikið.“ Mæta jafnvel sínum eigin verðlaunahestum á næsta móti Þá nefnir hann að hestarnir séu seldir til erlendra aðila sem keppa jafnvel á þeim á næstu mótum. „Snúningurinn fyrir okkur er að við erum að fara með bestu hestana okkar, sem er tveggja, þriggja, fjögurra eða jafnvel fimm ára þjálfunarferli að baki og eru búnir að vinna til fjölda verðlauna hér á landi. Síðan eru þau látin af hendi og nýir eigendur eru andstæðingar og keppninautarnir sem mæta jafnvel á næsta mót á þeim sum hver.“ „Við erum þá að lenda í hörkuslag og verðum að vera búin að finna okkur nýjan stofn og koma aftur með nýtt blóð að keppa á móti okkar fyrrverandi skörungum. Svolítið mismunandi gefið á garðann eins og maður segir.“ Þá tengjast knapar hestum sínum tilfinningaböndum og tár megi sjá á hvarmi margra. „Þegar þeir eru að afhenda hestinn eða ljúka keppni þá er tekið utan um og þá sér maður að það brestur margur og klökknar, eðilegur viðskilnaður við vini sína þegar að þessum punkti kemur.“ Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira
Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Sviss síðustu vikuna og lauk í gær. Ísland vann til gullverðlauna í níu keppnisgreinum af fjórtán auk þess að vinna tíu silfur og tvö brons. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari segir árangurinn frábæran. „Þetta var gífurlega mikil uppskera og sérstaklega í yngri flokkunum þar sem vannst alveg gífurlega góður árangur. Yfir heildina kemur landslið Íslands út sem stór sigurvegari á mótinu. Við vinnum svokallaðan liðsbikar sem er mikill akkur í því að vinna,“ sagði Sigurbjörn í samtali við fréttastofu Sýnar. Þá sagði Sigurbjörn að sigur Aðalheiðar Önnu Guðjónsdóttur í slaktaumatölti hefði verið glæsilegur en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til gullverðlauna í þeirri grein. Þá vann Árni Björn Pálsson tölthornið svokallaða sem er einn eftirsóttasti titill mótsins. Söluverð getur hlaupið á tugum milljóna en spurning með gróðann Nú þegar mótinu lýkur þarf að skilja hestana eftir erlendis vegna sóttvarnalaga hér á landi. Sigurbjörn sagði yfir 90% hestanna vera selda nú þegar en söluverð eins hests hleypur á milljónum eða jafnvel tugum milljóna. Hann sagði þó erfitt að tjá sig um fjárhagslegan ávinning af sölu þeirra. „Þú kynnir þig, kemur þér á framfæri. Þetta er atvinna manns og við það að koma þér á framfæri þá eru sóknarfæri á ýmsum stöðum í góða vinnu. Það eru allir að fá eitthvað til baka en svo þegar þú ert búinn að þjálfa hest í kannski fjögur ár, afburðagrip, þegar þú reiknar vinnuna þá er ekki þar með sagt að þú sér að græða svo mikið.“ Mæta jafnvel sínum eigin verðlaunahestum á næsta móti Þá nefnir hann að hestarnir séu seldir til erlendra aðila sem keppa jafnvel á þeim á næstu mótum. „Snúningurinn fyrir okkur er að við erum að fara með bestu hestana okkar, sem er tveggja, þriggja, fjögurra eða jafnvel fimm ára þjálfunarferli að baki og eru búnir að vinna til fjölda verðlauna hér á landi. Síðan eru þau látin af hendi og nýir eigendur eru andstæðingar og keppninautarnir sem mæta jafnvel á næsta mót á þeim sum hver.“ „Við erum þá að lenda í hörkuslag og verðum að vera búin að finna okkur nýjan stofn og koma aftur með nýtt blóð að keppa á móti okkar fyrrverandi skörungum. Svolítið mismunandi gefið á garðann eins og maður segir.“ Þá tengjast knapar hestum sínum tilfinningaböndum og tár megi sjá á hvarmi margra. „Þegar þeir eru að afhenda hestinn eða ljúka keppni þá er tekið utan um og þá sér maður að það brestur margur og klökknar, eðilegur viðskilnaður við vini sína þegar að þessum punkti kemur.“
Hestaíþróttir Hestar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Sjá meira