Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Aron Guðmundsson skrifar 11. ágúst 2025 10:01 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karlaliðs Írlands í fótbolta, fylgist vel með gangi mála hjá íslenska landsliðinu sem og íslenska boltanum. Vísir/Samsett mynd Heimir Hallgrímsson er efins um að Ísland eigi möguleika á að komast á HM í Norður-Ameríku á næsta ári en fylgist spenntur með. Hann hefur átt samtöl við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson um starfið og hvetur hann til góðra verka. Fáir þekkja betur áskoranirnar, sem fylgja því að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta, heldur en Heimir Hallgrímsson sem er, að öðrum ólöstuðum, sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri í því starfi. Heimir er í dag þjálfari Írlands en fylgist vel með málum hér heima. Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á þessu ári og ætlar sér að umbylta leikstíl liðsins. Slæm töp fyrir Kósovó í fyrstu tveimur leikjum Arnars sýndu hins vegar fram á að á brattann er að sækja. „Ég þekki Arnar ágætlega og hann er bara einhvern veginn þannig týpa að það halda allir með honum og vilja að honum gangi vel og auðvitað landsliðinu,“ segir Heimir í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég sagði það við hann að mér hafi fundist þetta aðeins of bratt í byrjun en hann er bara með mjög skýrt plan og vonandi gengur það upp. Það er bara hver þjálfari sem verður að ákveða sýna leið og vera staðfastur á henni. Ég held að Arnar sé toppmaður í þetta verkefni.“ Hefurðu trú á því að hann sé á réttri leið og að þetta plan hans geti gengið upp? „Ég veit ekki hvort að það dugi til að komast á HM en ef við gefum honum smá tíma, því þetta er mjög stuttur tími og stuttir gluggar sem hann hefur og lítill tími á milli þeirra. Vonandi heppnast það að komast á HM, það verður ekki auðvelt en vonandi heppnast það. Sjáum til. Það er alltaf best fyrir landsliðsþjálfara að komast í lokakeppni, þá ertu með leikmenn með þér í mánuð eða einn og hálfan mánuð og getur þá gert svo margt.“ Innslagið úr Sportpakka Sýnar, þar sem að Heimir Hallgrímsson ræðir íslenska karlalandsliðið og Arnar Gunnlaugsson við Val Pál Eiríksson, má sjá hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Fáir þekkja betur áskoranirnar, sem fylgja því að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta, heldur en Heimir Hallgrímsson sem er, að öðrum ólöstuðum, sá þjálfari sem hefur náð bestum árangri í því starfi. Heimir er í dag þjálfari Írlands en fylgist vel með málum hér heima. Arnar Gunnlaugsson tók við þjálfun íslenska landsliðsins fyrr á þessu ári og ætlar sér að umbylta leikstíl liðsins. Slæm töp fyrir Kósovó í fyrstu tveimur leikjum Arnars sýndu hins vegar fram á að á brattann er að sækja. „Ég þekki Arnar ágætlega og hann er bara einhvern veginn þannig týpa að það halda allir með honum og vilja að honum gangi vel og auðvitað landsliðinu,“ segir Heimir í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Sýnar. „Ég sagði það við hann að mér hafi fundist þetta aðeins of bratt í byrjun en hann er bara með mjög skýrt plan og vonandi gengur það upp. Það er bara hver þjálfari sem verður að ákveða sýna leið og vera staðfastur á henni. Ég held að Arnar sé toppmaður í þetta verkefni.“ Hefurðu trú á því að hann sé á réttri leið og að þetta plan hans geti gengið upp? „Ég veit ekki hvort að það dugi til að komast á HM en ef við gefum honum smá tíma, því þetta er mjög stuttur tími og stuttir gluggar sem hann hefur og lítill tími á milli þeirra. Vonandi heppnast það að komast á HM, það verður ekki auðvelt en vonandi heppnast það. Sjáum til. Það er alltaf best fyrir landsliðsþjálfara að komast í lokakeppni, þá ertu með leikmenn með þér í mánuð eða einn og hálfan mánuð og getur þá gert svo margt.“ Innslagið úr Sportpakka Sýnar, þar sem að Heimir Hallgrímsson ræðir íslenska karlalandsliðið og Arnar Gunnlaugsson við Val Pál Eiríksson, má sjá hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira