Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 16:20 Biskup Íslands vígði kirkjuna í dag. Grétar Einarsson Ný Miðgarðakirkja í Grímsey var vígð í dag af Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands. Við það tilefni voru tvær nýjar kirkjuklukkur helgaðar og formlega afhentar Miðgarðakirkjusókn, í stað þeirra sem bráðnuðu í kirkjubrunanum 21. september 2021. Miðgarðakirkja í Grímsey brann til kaldra kola 21. september 2021. Tekin var ákvörðun um að endurbyggja kirkjuna, og hófst smíðin vorið 2022. Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu krikjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852, og voru úr bronsi. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafði forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna, en klukkurnar voru steyptar hjá Royal Eijsbouts í Asten í Hollandi, sömu konunglegu klukkusteypunni og steypti klukkur Hallgrímskirkju. Í fréttatilkynningu í dag segir að klukkurnar séu gjöf frá Hallg´rimskirkjusöfnuði í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og velunnurum, og hún marki táknræna brú milli söfnuða, svæða og kynslóða. Klukkurnar séu úr hágæða bjöllubronsi, með kólfi úr stáli, og hljómi í tónunum Dís3 og F3. Þvermál þeirra er 37 og 32 cm og þyngd um 35 og 32 kg – sömu stærðar og klukkurnar sem bráðnuðu. Nýju klukkurnar komnar upp.Grétar Einarsson Á klukkurnar eru letruð fjögur ártöl: 1779 og 1852, til minningar um eldri klukkur 2021, í minningu brunans 2023, steypuár nýju klukknanna „Auk þess prýða þær þessi orð: HLJÓMAR FRÁ HEIMSKAUTSBAUGI– sem undirstrika að í þúsund ár hefur hljómur kristinna klukkna borist yfir Grímsey, og nú mun sá hljómur heyrast áfram um ókomin ár.“ Jafnframt segir að gjöfin sé þakkargjörð fyrir klukku sem Grímseyingar gáfu Hallgrímskirkju árið 1971. „Við afhendingu klukknanna fylgdu orð Hallgrímssafnaðar:„Megi blessun fylgja hljómum klukkna Miðgarðakirkju í Grímsey.“ Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Þjóðkirkjan Akureyri Tengdar fréttir Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Miðgarðakirkja í Grímsey brann til kaldra kola 21. september 2021. Tekin var ákvörðun um að endurbyggja kirkjuna, og hófst smíðin vorið 2022. Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu krikjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852, og voru úr bronsi. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafði forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna, en klukkurnar voru steyptar hjá Royal Eijsbouts í Asten í Hollandi, sömu konunglegu klukkusteypunni og steypti klukkur Hallgrímskirkju. Í fréttatilkynningu í dag segir að klukkurnar séu gjöf frá Hallg´rimskirkjusöfnuði í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og velunnurum, og hún marki táknræna brú milli söfnuða, svæða og kynslóða. Klukkurnar séu úr hágæða bjöllubronsi, með kólfi úr stáli, og hljómi í tónunum Dís3 og F3. Þvermál þeirra er 37 og 32 cm og þyngd um 35 og 32 kg – sömu stærðar og klukkurnar sem bráðnuðu. Nýju klukkurnar komnar upp.Grétar Einarsson Á klukkurnar eru letruð fjögur ártöl: 1779 og 1852, til minningar um eldri klukkur 2021, í minningu brunans 2023, steypuár nýju klukknanna „Auk þess prýða þær þessi orð: HLJÓMAR FRÁ HEIMSKAUTSBAUGI– sem undirstrika að í þúsund ár hefur hljómur kristinna klukkna borist yfir Grímsey, og nú mun sá hljómur heyrast áfram um ókomin ár.“ Jafnframt segir að gjöfin sé þakkargjörð fyrir klukku sem Grímseyingar gáfu Hallgrímskirkju árið 1971. „Við afhendingu klukknanna fylgdu orð Hallgrímssafnaðar:„Megi blessun fylgja hljómum klukkna Miðgarðakirkju í Grímsey.“
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Þjóðkirkjan Akureyri Tengdar fréttir Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. 11. apríl 2023 15:35