Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 14:23 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að taka verði til í innflytjendamálum. Laga- og regluleysi eyðileggi vinnumarkaðinn og geri vinnuveitendum auðveldara að svindla á verkafólki. Vísir/Einar Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum frumvarp til útlendingalaga sem hún hyggst leggja fram í haust. Frumvarpið felur í sér hertari reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist hafa látið sig umræðuna varða eftir að Halla Gunnarsdóttir formaður VR sagði margt að athuga við röksemdir Þorbjargar. Halla velti því upp hvort stjórnvöld séu að beina spjótum að einstaklingum sem njóta minnstra réttinda í samfélaginu. „Þegar ég skoðaði málflutning formanns VR þá stakk það mig mjög að mér finnst mjög að mér fannst málflutningurinn byggjast á einhvers konar þekkingarleysi og mögulega einhvers konar áhugaleysi á því hvað raunverulega er verið að fjalla um,“ segir Sólveig Anna en hún ræddi áform dómsmálaráðherra á Sprengisandi. Hélt að hreyfingin öll teldi kerfið meingallað Sólveig Anna segir frá vinnustaðaeftirliti Eflingar og annarra fagaðila, sem með sínu eftirliti og skoðunum hefur komist á snoðir um alvarleg mál tengd erlendu vinnuafli. Hún segir eftirlitið hafa verið lykilleikendur í að koma upp um málið sem leiddi til mansalsrannsóknar á viðskiptamanninum Quang Lé. „Ég taldi að það væri afdráttarlaus afstaða íslenskrar verkalýðshreyfingar, í það minnsta Alþýðusambandsmegin vegna þess að þetta snýst um fólk á almenna markaðnum, að þetta kerfi væri meingallað,“ segir Sólveig Anna. Það hafi því komið henni mikið á óvart að Halla hefði gert athugasemdir við breytingarnar sem dómsmálaráðherra boðaði. Vinnustaðaeftirlitið eigi í góðu samskipti við Alþýðusambandið, sem sé einnig lykilleikandi í að tryggja lög og reglu á vinnumarkaði. „Það er ekki nægilega mikil lög og regla á vinnumarkaði. Það er gríðarlega mikill launaþjófnaður, það er verið að misnota fólk með alls konar hætti. Það eru auðvitað ekki öll mál jafn alvarleg og Quang Lé málið en hvernig getur það verið afstaða einhvers innan verkalýðshreyfingarinnar að við ætlum að láta kerfið dinglast áfram eins og það er meingallað og handónýtt? Ætlum við að bíða eftir næsta risa mansalsmáli? Að sjálfsögðu ekki.“ Því sé nauðsynlegt að skoða málaflokkinn og Sólveig segist sammála dómsmálaráðherra um boðaðar aðgerðir, eins og til dæmis að hækka gjald fyrir dvalarleyfisveitingar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í vikunni að slíkt gjald eru sextán þúsund krónur hér á landi en allt að 170 þúsund krónur í nágrannalöndunum. Snyrtistofur uppspretta vandamála Sólveig Anna segir ótal aðferðir til að bæta stöðu dvalarleyfishafa á vinnumarkaði. Brotamálum fari fjölgandi og samtal hennar við Alþýðusambandið og vinnustaðaeftirlit Eflingar beri þess merki. „Ég heyri sögurnar frá þeim, ég var síðast fyrir skemmstu að tala við þau. Þau eru til dæmis að segja að þessar snyrtistofur sem hér hafa sprottið út um allt, þær eru mikil uppspretta vandamála,“ segir Sólveig Anna. „Hér koma konur inn á svona leyfum, svo lendir allt í rugli á þeim vinnustað, það er ekki nægileg vinna eða þær eru í skuldafjötrum. Vændi er þá, auðvitað mjög erfið og hræðileg leið, en einföld leið til að afla þeirra tekna sem þarf að afla til að lifa á þessu ótrúlega dýra og erfiða landi.“ Stéttarfélög Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti á dögunum frumvarp til útlendingalaga sem hún hyggst leggja fram í haust. Frumvarpið felur í sér hertari reglur um dvalarleyfi fólks utan EES. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segist hafa látið sig umræðuna varða eftir að Halla Gunnarsdóttir formaður VR sagði margt að athuga við röksemdir Þorbjargar. Halla velti því upp hvort stjórnvöld séu að beina spjótum að einstaklingum sem njóta minnstra réttinda í samfélaginu. „Þegar ég skoðaði málflutning formanns VR þá stakk það mig mjög að mér finnst mjög að mér fannst málflutningurinn byggjast á einhvers konar þekkingarleysi og mögulega einhvers konar áhugaleysi á því hvað raunverulega er verið að fjalla um,“ segir Sólveig Anna en hún ræddi áform dómsmálaráðherra á Sprengisandi. Hélt að hreyfingin öll teldi kerfið meingallað Sólveig Anna segir frá vinnustaðaeftirliti Eflingar og annarra fagaðila, sem með sínu eftirliti og skoðunum hefur komist á snoðir um alvarleg mál tengd erlendu vinnuafli. Hún segir eftirlitið hafa verið lykilleikendur í að koma upp um málið sem leiddi til mansalsrannsóknar á viðskiptamanninum Quang Lé. „Ég taldi að það væri afdráttarlaus afstaða íslenskrar verkalýðshreyfingar, í það minnsta Alþýðusambandsmegin vegna þess að þetta snýst um fólk á almenna markaðnum, að þetta kerfi væri meingallað,“ segir Sólveig Anna. Það hafi því komið henni mikið á óvart að Halla hefði gert athugasemdir við breytingarnar sem dómsmálaráðherra boðaði. Vinnustaðaeftirlitið eigi í góðu samskipti við Alþýðusambandið, sem sé einnig lykilleikandi í að tryggja lög og reglu á vinnumarkaði. „Það er ekki nægilega mikil lög og regla á vinnumarkaði. Það er gríðarlega mikill launaþjófnaður, það er verið að misnota fólk með alls konar hætti. Það eru auðvitað ekki öll mál jafn alvarleg og Quang Lé málið en hvernig getur það verið afstaða einhvers innan verkalýðshreyfingarinnar að við ætlum að láta kerfið dinglast áfram eins og það er meingallað og handónýtt? Ætlum við að bíða eftir næsta risa mansalsmáli? Að sjálfsögðu ekki.“ Því sé nauðsynlegt að skoða málaflokkinn og Sólveig segist sammála dómsmálaráðherra um boðaðar aðgerðir, eins og til dæmis að hækka gjald fyrir dvalarleyfisveitingar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá því í vikunni að slíkt gjald eru sextán þúsund krónur hér á landi en allt að 170 þúsund krónur í nágrannalöndunum. Snyrtistofur uppspretta vandamála Sólveig Anna segir ótal aðferðir til að bæta stöðu dvalarleyfishafa á vinnumarkaði. Brotamálum fari fjölgandi og samtal hennar við Alþýðusambandið og vinnustaðaeftirlit Eflingar beri þess merki. „Ég heyri sögurnar frá þeim, ég var síðast fyrir skemmstu að tala við þau. Þau eru til dæmis að segja að þessar snyrtistofur sem hér hafa sprottið út um allt, þær eru mikil uppspretta vandamála,“ segir Sólveig Anna. „Hér koma konur inn á svona leyfum, svo lendir allt í rugli á þeim vinnustað, það er ekki nægileg vinna eða þær eru í skuldafjötrum. Vændi er þá, auðvitað mjög erfið og hræðileg leið, en einföld leið til að afla þeirra tekna sem þarf að afla til að lifa á þessu ótrúlega dýra og erfiða landi.“
Stéttarfélög Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Sjá meira