Fótbolti

Völsungur kom til baka og nældi í stig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elfar Árni fagnar í leik með Völsungi í sumar.
Elfar Árni fagnar í leik með Völsungi í sumar. mynd/Hafþór Hreiðarsson

Einn leikur fór fram í Lengjudeildinni í dag er Völsungur tók á móti Þrótti á Húsavík.

Eftir rólegan fyrri hálfleik opnuðust allar flóðgáttir í þeim seinni. Fjögur mörk og lokatölur, 2-2.

Liam Daði Jeffs skoraði bæði mörk Þróttar og kom þeim yfir í bæði skiptin.

Elfar Árni Aðalsteinsson og Arnar Pálmi Kristjánsson sáu um að jafna fyrir heimamenn.

Þróttur er í fimmta sæti deildarinnar með 29 stig eftir leikinn en Völsungur því sjöunda með 19 stig.

Upplýsingar um markaskorara fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×