Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 21:27 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipun hans í embætti ríkisskattstjóra eftir langar umræður fyrr í sumar. AP Donald Trump hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Sá heitir Billy Long og var fyrr í dag rekinn úr embætti ríkisskattstjóra eftir aðeins tvo mánuði í starfi. Skipun hans í embætti ríkisskattstjóra vakti furðu meðal margra. Hann hafði litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis. Samkvæmt umfjöllun New York Times er Long dyggur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þó hafði hann átt í skærum við Scott Bessent fjármálaráðherra á stuttri embættistíð sinni. Þáði talsverðar upphæðir frá hagsmunaaðilum Skattstofa Bandaríkjanna hefur komið ansi illa út úr róttækri niðurskurðarstefnu Trump. Um fjórðungur mannafla hennar, sem rúmlega 25 þúsund manns, hafa lokið störfum þar á undanförnum mánuðum og mikil velta hefur verið á starfandi ríkisskattstjórum frá embættistöku Trump. Samkvæmt umfjöllun Times er það aðallega vegna krafna ríkisstjórnar Trump um að skatturinn deili með sér persónuupplýsingum í vörslu skattsins svo hægt sé að reka mislöglega innflytjendur skilvirkar úr landi. Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins bandaríska að hann hafi ítrekað sent tölvupósta á alla starfsmenn skattsins þar sem hann leyfði þeim að fara fyrr heim á föstudögum. Demókratar í öldungadeildinni gagnrýndu skipun Long í embætti ríkisskattstjóra harkalega.Getty „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ hefur Times eftir einum póstinum sem hann á að hafa sent í gær. Þegar umræður um staðfestingu Long í embætti ríkisskattstjóra stóðu yfir í öldungadeildinni kom einnig á daginn að hann hefði þegið talsverðar fjárhæðir frá skattaráðgjafarfyrirtækjum. Fjárhæðirnar numu tæpum sautján milljónum króna og fóru, samkvæmt Politico, að mestu í að greiða niður skuldir sem hann hafði safnað í misheppnuðu framboði hans til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022. Fjárgjafirnar hafi byrjað að hrannast inn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Long í embættið. Upp á öldungadeildina kominn Tilnefningu hans í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi greinir miðillinn þó ekki frá en það gerir Billy Long sjálfur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum á níunda tímanum í kvöld. „Það er heiður að þjóna vini mínum, Trump forseta, og ég hlakka til að taka við nýju hlutverki mínu sem sendiherra á Íslandi. Ég svara kalli hans með tilhlökkun og er staðráðinn í að vinna að metnaðarfullri stefnu hans. Spennandi tímar framundan!“ skrifar Billy Long. Sjá einnig: Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Enn sem komið er er Long aðeins tilnefndur í þetta embætti þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun sendiherra. Það gæti því dregist eitthvað á langinn að sendiherrann komi sér fyrir á Sólvallagötunni. Öldungadeildin fór í mánaðarlangt sumarfrí 3. ágúst síðastliðinn og það í talsverðu hasti. Trump sjálfur brást ókvæða við þessu uppátæki öldunganna og sagði leiðtoga demókrata í öldungadeildinni meðal annars að fara til fjandans. Það tók talsverða umræðu fyrir öldungadeildina að staðfesta loks skipun Long í embætti ríkisskattstjóra. Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Skipun hans í embætti ríkisskattstjóra vakti furðu meðal margra. Hann hafði litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis. Samkvæmt umfjöllun New York Times er Long dyggur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þó hafði hann átt í skærum við Scott Bessent fjármálaráðherra á stuttri embættistíð sinni. Þáði talsverðar upphæðir frá hagsmunaaðilum Skattstofa Bandaríkjanna hefur komið ansi illa út úr róttækri niðurskurðarstefnu Trump. Um fjórðungur mannafla hennar, sem rúmlega 25 þúsund manns, hafa lokið störfum þar á undanförnum mánuðum og mikil velta hefur verið á starfandi ríkisskattstjórum frá embættistöku Trump. Samkvæmt umfjöllun Times er það aðallega vegna krafna ríkisstjórnar Trump um að skatturinn deili með sér persónuupplýsingum í vörslu skattsins svo hægt sé að reka mislöglega innflytjendur skilvirkar úr landi. Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins bandaríska að hann hafi ítrekað sent tölvupósta á alla starfsmenn skattsins þar sem hann leyfði þeim að fara fyrr heim á föstudögum. Demókratar í öldungadeildinni gagnrýndu skipun Long í embætti ríkisskattstjóra harkalega.Getty „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ hefur Times eftir einum póstinum sem hann á að hafa sent í gær. Þegar umræður um staðfestingu Long í embætti ríkisskattstjóra stóðu yfir í öldungadeildinni kom einnig á daginn að hann hefði þegið talsverðar fjárhæðir frá skattaráðgjafarfyrirtækjum. Fjárhæðirnar numu tæpum sautján milljónum króna og fóru, samkvæmt Politico, að mestu í að greiða niður skuldir sem hann hafði safnað í misheppnuðu framboði hans til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022. Fjárgjafirnar hafi byrjað að hrannast inn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Long í embættið. Upp á öldungadeildina kominn Tilnefningu hans í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi greinir miðillinn þó ekki frá en það gerir Billy Long sjálfur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum á níunda tímanum í kvöld. „Það er heiður að þjóna vini mínum, Trump forseta, og ég hlakka til að taka við nýju hlutverki mínu sem sendiherra á Íslandi. Ég svara kalli hans með tilhlökkun og er staðráðinn í að vinna að metnaðarfullri stefnu hans. Spennandi tímar framundan!“ skrifar Billy Long. Sjá einnig: Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Enn sem komið er er Long aðeins tilnefndur í þetta embætti þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun sendiherra. Það gæti því dregist eitthvað á langinn að sendiherrann komi sér fyrir á Sólvallagötunni. Öldungadeildin fór í mánaðarlangt sumarfrí 3. ágúst síðastliðinn og það í talsverðu hasti. Trump sjálfur brást ókvæða við þessu uppátæki öldunganna og sagði leiðtoga demókrata í öldungadeildinni meðal annars að fara til fjandans. Það tók talsverða umræðu fyrir öldungadeildina að staðfesta loks skipun Long í embætti ríkisskattstjóra.
Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira