Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2025 06:51 Eins og sakir standa eru einstaklingar nokkuð úrræðalausir gagnvart djúpfölsunum, sem nánast hver sem er getur framleitt með gervigreindinni. Hjördís Halldórsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður Höfundarréttarfélags Íslands, segir að forvitnilegt verði að fylgjast með þróun frumvarps sem nú liggur fyrir í Danmörku, þar sem tryggja á einstaklingum höfundarréttinn að eigin persónu og rödd. Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“ Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hvaða leiðir sem verða fyrir valinu sé ljóst að breyta verði lögum til að taka á mögulegri misnotkun með aðstoð gervigreindar. Vísir greindi frá því á dögunum að stjórnvöld í Danmörku hygðust bregðast við aukningu í fölsuðum myndum og myndskeiðum vegna framþróunar gervigreindar með því að tryggja einstaklingum réttinn yfir eigin persónu og rödd. Eins og sakir standa er afar auðvelt að búa til myndir og myndskeið sem sýna raunverulegar persónur í óraunverulegum aðstæðum en erfitt fyrir einstaklinga að leita réttar síns. Breytingunum er ætlað að tryggja að einstaklingar geti krafist þess að vefsíður og miðlar fjarlægi falsað efni þar sem viðkomandi kemur við sögu. Þá er gert ráð fyrir því að þeim verði gert kleift að sækja bætur. Hjördís segir að forvitnilegt verði að fylgjast með málinu þar sem höfundarréttur hafi hingað til ekki náð yfir persónur heldur það sem hún kallar andleg sköpunarverk. Markmiðið sé að tryggja einstaklinga og vernda gegn djúpfölsunum og borðleggjandi að huga að réttindum fólks, þótt það sé ekki endilega á grundvelli höfundarréttarlaga. Danir virðist í raun ætla að nýta sér Evrópulöggjöf, svokallað Digital Services Act, til að taka á málum. „Sú löggjöf, sem að verður einhvern tímann innleidd á Íslandi, færir miklu meiri ábyrgð á til dæmis samfélagsmiðla og Google og aðra slíka að fjarlægja efni að viðlagðri ábyrgð. Þar með talið höfundarréttarefni,“ segir Hjördís. „Og það er í raun fyrst og fremst þetta sem ég held að Danir séu að hugsa til; að fólk fái sterk úrræði til þess að vernda sjálft sig gegn djúpfölsunum þar sem verið er að notast við þeirra ímynd.“ Löggjöfin muni mögulega miða að því að vernda meira en bara einstaklinga sem slíka, heldur sé ekki síður þörf á því að vernda stofnanir, ef svo má að orði komast, til að mynda ráðamenn sem nú er hægt að láta syngja og dansa að vild með aðstoð gervigreindar. Og segja hvað sem er. Hjördís segir gervigreindina kalla á breytta löggjöf, hvernig sem það verður gert. Íslendingar hafi til að mynda hingað til reitt sig á persónuverndarlöggjöfina og lög um friðhelgi einkalífsins en það dugi varla til. „Það er alveg góðra gjalda vert að vera með sérstök ákvæði, í hvaða lögum sem það er, sem veitir okkur meiri vernd þegar kemur að misnotkun eigin ímyndar og raddar,“ segir Hjördís. „Það er alveg full þörf á því.“
Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Persónuvernd Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira