„Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2025 09:00 Elísa Kristinsdóttir, hlaupakona. Vísir/Ívar Elísa Kristinsdóttir kom sá og sigraði í Gyðjuhlaupinu, fjallahlaupi við Akureyri, um helgina. Hún bætti fyrra met í hlaupinu um heilar 90 mínútur. Hún trúði því vart hversu góður tími hennar var. Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hlaup Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hlaup Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira