Fór að gráta þegar hún skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 14:17 Trinity Rodman náði ekki að fagna sigurmarki sínu því tárin fóru strax að renna. Getty/Roger Wimmer Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman sneri um helgina aftur inn á fótboltavöllinn og minnti strax á sig í fyrsta leik. Rodman tryggði Washington Spirit sigur á Portland Thorn í bandarísku NWSL deildinni með sigurmarki undir lok leiksins. Þetta hefur aftur á móti verið mjög erfitt sumar fyrir þennan frábæran leikmann sem er lykilmaður í bandaríska landsliðinu. Rodman hefur verið að glíma við leiðinleg bakmeiðsli og hafði ekki spilað síðan í apríl. View this post on Instagram A post shared by National Women's Soccer League (@nwsl) Hún var þarna rétt kona á réttum stað og skoraði með þrumuafgreiðslu. Í stað þess að fagna markinu þá fór í staðinn að gráta. Allir liðsfélagarnir komu til hennar og það sást vel að þeir voru gríðarlega ánægðir fyrir hennar hönd. Allar vildu þær sér faðmlag með Rodman sem segir meira en mörg orð. Tilfinningaflóðið hélt áfram eftir leikinn því Rodman átti erfitt með sig í viðtali sem má sjá hér fyrir neðan. „Úff. Þetta var bara að erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum, með þessi meiðsli og allt saman,“ sagði Trinity Rodman. „Bara það að koma aftur inn í liðið, sérstaklega á heimavelli, með alla mætta til að styðja mig og skora svo svona mark. Þú sást þessa afgreiðslu. Ég ætlaði ekki að klikka á þessu. Ég er svo ánægð með að vera komin til baka. Ég saknaði liðsins og saknaði að gera það sem ég elska,“ sagði Rodman. „Ég fór bara að gráta af því að þetta var svo stór stund fyrir mig. Ég er búin að gráta yfir þessum meiðslum og þvó að vita svo lítið um hvað væri nákvæmlega að plaga mig. Bara að vera kominn til baka, með þessi meiðsli úr sögunni, þá fóru tárin að flæða,“ sagði Rodman. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Rodman tryggði Washington Spirit sigur á Portland Thorn í bandarísku NWSL deildinni með sigurmarki undir lok leiksins. Þetta hefur aftur á móti verið mjög erfitt sumar fyrir þennan frábæran leikmann sem er lykilmaður í bandaríska landsliðinu. Rodman hefur verið að glíma við leiðinleg bakmeiðsli og hafði ekki spilað síðan í apríl. View this post on Instagram A post shared by National Women's Soccer League (@nwsl) Hún var þarna rétt kona á réttum stað og skoraði með þrumuafgreiðslu. Í stað þess að fagna markinu þá fór í staðinn að gráta. Allir liðsfélagarnir komu til hennar og það sást vel að þeir voru gríðarlega ánægðir fyrir hennar hönd. Allar vildu þær sér faðmlag með Rodman sem segir meira en mörg orð. Tilfinningaflóðið hélt áfram eftir leikinn því Rodman átti erfitt með sig í viðtali sem má sjá hér fyrir neðan. „Úff. Þetta var bara að erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum, með þessi meiðsli og allt saman,“ sagði Trinity Rodman. „Bara það að koma aftur inn í liðið, sérstaklega á heimavelli, með alla mætta til að styðja mig og skora svo svona mark. Þú sást þessa afgreiðslu. Ég ætlaði ekki að klikka á þessu. Ég er svo ánægð með að vera komin til baka. Ég saknaði liðsins og saknaði að gera það sem ég elska,“ sagði Rodman. „Ég fór bara að gráta af því að þetta var svo stór stund fyrir mig. Ég er búin að gráta yfir þessum meiðslum og þvó að vita svo lítið um hvað væri nákvæmlega að plaga mig. Bara að vera kominn til baka, með þessi meiðsli úr sögunni, þá fóru tárin að flæða,“ sagði Rodman. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki