Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 13:57 Dýragarðurinn óskar meðal annars eftir kanínum. Getty Dýragarðurinn í Álaborg býður nú upp á að fólk gefi garðinum gæludýr á borð við kanínur, hænur og naggrísi til að nota sem fóður fyrir rándýrin þeirra. „Vissir þú að þú getur gefið minni gæludýrin þín í dýragarðinn í Álaborg?“ stendur í færslu á Facebook síðu dýragarðsins. Í færslunni er óskað eftir heilbrigðum gæludýrum sem Danir þurfi að losa sig við af ýmsum ástæðum en ætlunin er að nýta þau sem fóður. Ekkert fari því til spillis og tryggi þetta næringu og vellíðan rándýranna. Í dýragarðinum búa meðal annars ljón, tígrisdýr og ísbirnir. Óskað er sérstaklega eftir kanínum, hænum og naggrísum en einnig hestum og geta eigendur þeirra fengið skattafrádrátt gefi þeir hestana sína. „Í dýragörðum berum við ábyrgð á að líkja eftir náttúrulegri fæðukeðju dýranna,“ segir einnig í færslu dýragarðsins. Fólk bregst misvel við færslunni í athugasemdum hennar, sumir segja að frekar ætti að skilja dýrin eftir úti í skógi til að sjá um sig sjálf og annar furðar sig á því hversu friðsamlegur dauði það sé að vera étinn af rándýri. Andrea, starfsmaður dýragarðsins, svarar í athugasemd að öll dýrin séu aflífuð á eins skjótan og sársaukalausan hátt og hægt er áður en rándýrin fá tækifæri til að borða þau. Í frétt TV2 um málið segir að það sem af er ári hefur dýragarðinum borist 22 hestar, 137 kanínur, 53 hænur, 18 naggrísir og tólf þorskar. Danmörk Dýragarðar Dýr Gæludýr Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
„Vissir þú að þú getur gefið minni gæludýrin þín í dýragarðinn í Álaborg?“ stendur í færslu á Facebook síðu dýragarðsins. Í færslunni er óskað eftir heilbrigðum gæludýrum sem Danir þurfi að losa sig við af ýmsum ástæðum en ætlunin er að nýta þau sem fóður. Ekkert fari því til spillis og tryggi þetta næringu og vellíðan rándýranna. Í dýragarðinum búa meðal annars ljón, tígrisdýr og ísbirnir. Óskað er sérstaklega eftir kanínum, hænum og naggrísum en einnig hestum og geta eigendur þeirra fengið skattafrádrátt gefi þeir hestana sína. „Í dýragörðum berum við ábyrgð á að líkja eftir náttúrulegri fæðukeðju dýranna,“ segir einnig í færslu dýragarðsins. Fólk bregst misvel við færslunni í athugasemdum hennar, sumir segja að frekar ætti að skilja dýrin eftir úti í skógi til að sjá um sig sjálf og annar furðar sig á því hversu friðsamlegur dauði það sé að vera étinn af rándýri. Andrea, starfsmaður dýragarðsins, svarar í athugasemd að öll dýrin séu aflífuð á eins skjótan og sársaukalausan hátt og hægt er áður en rándýrin fá tækifæri til að borða þau. Í frétt TV2 um málið segir að það sem af er ári hefur dýragarðinum borist 22 hestar, 137 kanínur, 53 hænur, 18 naggrísir og tólf þorskar.
Danmörk Dýragarðar Dýr Gæludýr Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira