Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar 4. ágúst 2025 14:01 Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Foreldrahlutverkið getur verið eitt mest krefjandi verkefni sem tekist er á við í lífinu en líklegast er ekkert hlutverk jafn ábyrgðarmikið, margslungið og vanmetið og foreldrahlutverkið. Ekkert foreldri kemur inn í hlutverkið með fullmótaða þekkingu, reynslu og verkfæri. Aðstæður foreldra eru mismunandi, áskoranir ólíkar og bakland sumra takmarkað. Því er brýnt að við sem samfélag styðjum betur við foreldra. Foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra ætti ekki að vera bundinn við þá sem eiga erfitt heldur í boði fyrir alla. Góður ásetningur nægir ekki alltaf þegar þreyta, vanlíðan eða óöryggi sækir að. Þá skiptir máli að fá rými til að ígrunda, fá stuðning og eflast í hlutverkinu. Það þarf að vera eðlilegt og jákvætt að fá stuðning sem foreldri. Það þarf að vera framboð á úrræðum sem eru fagleg, hlý og valdeflandi. Stuðningur sem byggir ekki á því að gefa fólki tilbúnar formúlur eða töfralausnir. Það er auðvelt að lenda í þeirri gildru að bera okkur saman við eitthvað sem við sjáum ítrekað á samfélagsmiðlum. Glansmyndir af fullkomnu uppeldi og fjölskyldum. Því er mikilvægt að við getum átt heiðarleg samtöl og fundið styrk í að vera við sjálf. Það er mikilvægt að foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra verði forgangsraðað. Ekki af því að foreldrar séu að bregðast, heldur af því að þeir skipta máli. Það besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að styðja þá sem ala þau upp. Það er þar sem forvörn hefst. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Sjá meira
Flest okkar eru sammála um að við viljum börnunum okkar allt það besta, að þeim líði vel og vegni vel í lífinu. Við viljum veita þeim gott uppeldi, öruggt umhverfi og tækifæri til að blómstra. Við höfum áhyggjur af vanlíðan, erfiðri hegðun, auknu ofbeldi meðal ungmenna og félagslegri einangrun. Við viljum grípa inn í, bregðast við, bjóða úrræði og stuðning. En við megum ekki gleyma því sem leggur grunn að farsæld barna, foreldrum þeirra. Foreldrahlutverkið getur verið eitt mest krefjandi verkefni sem tekist er á við í lífinu en líklegast er ekkert hlutverk jafn ábyrgðarmikið, margslungið og vanmetið og foreldrahlutverkið. Ekkert foreldri kemur inn í hlutverkið með fullmótaða þekkingu, reynslu og verkfæri. Aðstæður foreldra eru mismunandi, áskoranir ólíkar og bakland sumra takmarkað. Því er brýnt að við sem samfélag styðjum betur við foreldra. Foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra ætti ekki að vera bundinn við þá sem eiga erfitt heldur í boði fyrir alla. Góður ásetningur nægir ekki alltaf þegar þreyta, vanlíðan eða óöryggi sækir að. Þá skiptir máli að fá rými til að ígrunda, fá stuðning og eflast í hlutverkinu. Það þarf að vera eðlilegt og jákvætt að fá stuðning sem foreldri. Það þarf að vera framboð á úrræðum sem eru fagleg, hlý og valdeflandi. Stuðningur sem byggir ekki á því að gefa fólki tilbúnar formúlur eða töfralausnir. Það er auðvelt að lenda í þeirri gildru að bera okkur saman við eitthvað sem við sjáum ítrekað á samfélagsmiðlum. Glansmyndir af fullkomnu uppeldi og fjölskyldum. Því er mikilvægt að við getum átt heiðarleg samtöl og fundið styrk í að vera við sjálf. Það er mikilvægt að foreldrafræðsla og stuðningur við foreldra verði forgangsraðað. Ekki af því að foreldrar séu að bregðast, heldur af því að þeir skipta máli. Það besta sem við getum gert fyrir börnin okkar er að styðja þá sem ala þau upp. Það er þar sem forvörn hefst. Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun