Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 12:22 Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógrægtarfélags Reykjavíkur. Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið nokkuð umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda en félagið gerir athugasemdir við að umrædd framkvæmd fari ekki í gegnum deiliskipulag. Um er að ræða girðingarframkvæmd í tengslum við áfrorm um stækkun afgirts svæðis vegna vatnsverndar í Heiðmörk. Mbl.is greinir frá því í morgun að Veitur muni ekki hefja framkvæmdir við girðinguna í sumar líkt og til stóð. Veitur staðfesta í skriflegu svari til fréttastofu að framkvæmdir hefjist ekki í sumar, en til standi þó að þær hefjist fyrir áramót. Frestunin eigi sér eðlilegar skýringar, málið sé í undirbúningi og í eðlilegum farvegi og Veitur leggi áherslu á „að vanda vel til verka.“ Fyrirhuguð stækkun á afgirtu svæði er að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eins og staðan er nú er aðeins hluti brunnsvæðis vatnsverndar afgirtur. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast en þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg. Vilja málið með inn í deiliskipulag Áformin hafa sætt gagnrýni en Skógræktarfélag Reykjavíkur er meðal þeirra sem óttast að framkvæmdirnar skerði aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk. „Við fögnum því að það sé aðeins verið að bíða með þessa miklu girðingaframkvæmd. En við höfum lagt á það þunga áherslu að þetta sé tekið inn í deiliskipulagsvinnuna,“ segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógrægtarfélagsins. „Það var álit Veitna að þetta væri ótengt deiliskipulagsvinnunni en það voru okkar áherslur að þetta væri hluti af deiliskipulagsvinnunni. Þannig að ef það ætti að færa til göngustíga eða ef ætti að skerða aðgengi að Heiðmörk, að þá höfum við lagt á það áherslu að aðgengi allra væri tryggt í Heiðmörk. Og það er borgaryfirvalda að finna út hvernig því skuli háttað,“ segir Auður. Málið sé nokkuð flókið í eðli sínu, en henni þyki eðlilegt að þessi framkvæmd, líkt og önnur áform í tengslum við skipulag svæðisins, sé hluti af deiliskipulagsvinnunni sem nú standi yfir. Ólíkt umræddri girðingarframkvæmd væntir Auður þess að aðgengismál bílaumferðar verði tekin með inn í deiliskipulagið. „Heiðmörk er friðland okkar allra og fagnaði 75 ára afmæli á þessu ári og það er verið að deiliskipuleggja og mikilvægt að vanda til verka þar og það sé ekki verið að taka út einhverja eina framkvæmd eins og þessa girðingaframkvæmd,“ segir Auður. Segjast munu leggja nýjan stíg á undan girðingunni Fram kemur í svari Veitna að stefnt sé að því að leggja nýjan göngustíg áður en afgirt svæði verður stækkað, en núverandi gögnuleið liggur að hluta innan þess svæðis sem til stendur að girða. „Veitur áforma að hefja framkvæmdir fyrir áramót en þá miðum við við að byrja á því að leggja nýjan stíg fyrir fólk sem nýtur útivistar. Ástæðan fyrir því er að hluti af hinum svokallaða Ríkishring fer undir áformað afgirt svæði og vilja Veitur ekki að fólk sem nýtur útivistar í Heiðmörk verði fyrir skerðingu. Í kjölfar þess að nýr stígur hefur verið lagður vilja Veitur hefja vinnu við að stækka afgirt svæði til verndar hreinu vatni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast enda eru þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í svari Veitna. Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Um er að ræða girðingarframkvæmd í tengslum við áfrorm um stækkun afgirts svæðis vegna vatnsverndar í Heiðmörk. Mbl.is greinir frá því í morgun að Veitur muni ekki hefja framkvæmdir við girðinguna í sumar líkt og til stóð. Veitur staðfesta í skriflegu svari til fréttastofu að framkvæmdir hefjist ekki í sumar, en til standi þó að þær hefjist fyrir áramót. Frestunin eigi sér eðlilegar skýringar, málið sé í undirbúningi og í eðlilegum farvegi og Veitur leggi áherslu á „að vanda vel til verka.“ Fyrirhuguð stækkun á afgirtu svæði er að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eins og staðan er nú er aðeins hluti brunnsvæðis vatnsverndar afgirtur. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast en þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg. Vilja málið með inn í deiliskipulag Áformin hafa sætt gagnrýni en Skógræktarfélag Reykjavíkur er meðal þeirra sem óttast að framkvæmdirnar skerði aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk. „Við fögnum því að það sé aðeins verið að bíða með þessa miklu girðingaframkvæmd. En við höfum lagt á það þunga áherslu að þetta sé tekið inn í deiliskipulagsvinnuna,“ segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógrægtarfélagsins. „Það var álit Veitna að þetta væri ótengt deiliskipulagsvinnunni en það voru okkar áherslur að þetta væri hluti af deiliskipulagsvinnunni. Þannig að ef það ætti að færa til göngustíga eða ef ætti að skerða aðgengi að Heiðmörk, að þá höfum við lagt á það áherslu að aðgengi allra væri tryggt í Heiðmörk. Og það er borgaryfirvalda að finna út hvernig því skuli háttað,“ segir Auður. Málið sé nokkuð flókið í eðli sínu, en henni þyki eðlilegt að þessi framkvæmd, líkt og önnur áform í tengslum við skipulag svæðisins, sé hluti af deiliskipulagsvinnunni sem nú standi yfir. Ólíkt umræddri girðingarframkvæmd væntir Auður þess að aðgengismál bílaumferðar verði tekin með inn í deiliskipulagið. „Heiðmörk er friðland okkar allra og fagnaði 75 ára afmæli á þessu ári og það er verið að deiliskipuleggja og mikilvægt að vanda til verka þar og það sé ekki verið að taka út einhverja eina framkvæmd eins og þessa girðingaframkvæmd,“ segir Auður. Segjast munu leggja nýjan stíg á undan girðingunni Fram kemur í svari Veitna að stefnt sé að því að leggja nýjan göngustíg áður en afgirt svæði verður stækkað, en núverandi gögnuleið liggur að hluta innan þess svæðis sem til stendur að girða. „Veitur áforma að hefja framkvæmdir fyrir áramót en þá miðum við við að byrja á því að leggja nýjan stíg fyrir fólk sem nýtur útivistar. Ástæðan fyrir því er að hluti af hinum svokallaða Ríkishring fer undir áformað afgirt svæði og vilja Veitur ekki að fólk sem nýtur útivistar í Heiðmörk verði fyrir skerðingu. Í kjölfar þess að nýr stígur hefur verið lagður vilja Veitur hefja vinnu við að stækka afgirt svæði til verndar hreinu vatni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast enda eru þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í svari Veitna.
Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira