Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 4. ágúst 2025 12:03 Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun