Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 4. ágúst 2025 12:03 Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun