Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. ágúst 2025 09:26 Messi fann til aftan í læri og gat ekki haldið leik áfram. Leonardo Fernandez/Getty Images Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti