Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. ágúst 2025 09:26 Messi fann til aftan í læri og gat ekki haldið leik áfram. Leonardo Fernandez/Getty Images Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Messi lenti í samstuði við Raúl Sánchez og Alexis Pena þegar hann reyndi að rekja boltann inn í vítateig andstæðinganna. Hann kútveltist til jarðar og sló fast í grasið af miklum pirringi. Messi reyndi að hrista meiðslin af sér næstu tvær mínúturnar en bað svo um aðhlynningu og var á endanum tekinn af velli. Hann hefur glímt við mikil meiðsli í lærvöðvanum undanfarin tvö ár. Bæði lið litu rautt spjald og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir jöfnunarmark Jordi Alba á lokamínútunum. It's 10 vs. 10 again! 🟨🟨🟥 Falta de 'Chicote' Calderón sobre Suárez, second yellow card y se va expulsado el jugador de Necaxa#LeaguesCup2025 pic.twitter.com/Dn4EFrQ6jw— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 GOAAAAALLL! ⚽️ Jordi Alba en la compensación y de cabeza empata para @InterMiamiCF #LeaguesCup2025 pic.twitter.com/V168rz2HDb— Leagues Cup (@LeaguesCup) August 3, 2025 Farið var í vítaspyrnukeppni, sem Inter Miami vann 5-4. Luis Suárez skoraði sigurspyrnuna eftir að markmaðurinn Rocco Ríos Novo hafði varið þriðju spyrnu Club Nexaca. Deildabikarinn er keppni milli liða í MLS deild Bandaríkjanna og Liga MX deildarinnar í Mexíkó. Átján efstu lið hvorrar deildar taka þátt. Liðin spila þrjá leiki við andstæðing frá hinu landinu og reyna að safna eins mörgum stigum og mögulegt er. Efstu fjögur lið hvorrar deildar fara svo í átta liða úrslit og spila þar til meistari er krýndur í úrslitaleik. Inter Miami er í öðru sæti bandarísku deildarinnar eftir að hafa spilað tvo leiki en fjölmörg lið geta tekið fram úr í kvöld. Þriðji leikur Inter Miami er svo á miðvikudagskvöld en óvíst er hvort Messi nái honum. „Alvarleiki meiðslanna á eftir að koma í ljós en líklega er eitthvað að. Kannski ekki mjög alvarlegt því hann fann ekki fyrir miklum sársauka, en óþægindum engu að síður“ sagði þjálfari Inter Miami, Javier Mascherano.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira