Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. ágúst 2025 13:05 Það verður meira en nóg að gera á hátíðarhöldum dagsins á Hjalteyri í Hörgársveit í dag. Aðsend Ein af hátíðum helgarinnar er á Hjalteyri í Hörgársveit en þar búa fimmtíu manns. Boðið verður upp á verbúðarstemmingu, veiði á bryggjunni, grillveislu, kyndlagöngu og í kvöld verður flugeldasýning við hafnargarðinn. Stóru útihátíðatíðirnar um verslunarmannahelgina fá yfirleitt mestu umfjöllunina í fjölmiðlum, sem von er en á sama tíma eru smærri hátíðir haldnar hér og þar um landið, sem er kannski ekki mikið fjallað um. Ein af hátíðum helgarinnar er þar en það er fjölskylduhátíð á Hjalteyri á Norðurlandi, sem stendur þó bara yfir í dag, 2. ágúst. Maðurinn, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar er Jón Þór Brynjarsson, sem er einn af fimmtíu íbúum á Hjalteyri. „Við byrjum daginn klukkan 14:00 á því að opna verbúðina og þar verður ýmislegt. Það verður hægt að fá sér ástarpunga og lummur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo erum við með leiksvæði hérna, sem verður opið allan daginn. Þar verður við með tvo hoppukastala, ærslabelg og ýmislegt fyrir börnin að gera,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að fjölmargir komi á Hjalteyri um verslunarmannahelgina og taki þátt í dagskrá dagsins með sínu fólki. „Já, þetta er búið að vera í mörg, mörg ár. Við erum alltaf aðeins að bæta í. Svo endum við um kvöldið þar sem við verðum með grillveislu en sú veisla fer fram í gömlum síldartanki“, segir Jón. Jón Þór Brynjarsson, alltaf kallaður Jonni, sem sér um hátíðarhöld dagsins á Hjalteyri í dag.Aðsend Þannig að það er heilmikil stemning á Hjalteyri í dag? „Já, já, og veðrið bara stefnir í að verða gott, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Jón Þór og bætir við. „Svo erum við með dagskrá í gömlu síldarverksmiðjunni, það er komin ýmis starfsemi þar. Þar verða opnar vinnustofur en þar er gullsmiður, það er sútun, það eru listsýningar og það er bara eitthvað fyrir alla. Það er líka bara gaman að rölta um Hjalteyri og skoða gömlu síldarverksmiðjuna og gömlu húsin, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ sagði Jón Þór kátur og hress. Um 50 manns búa á Hjalteyri.Aðsend Hörgársveit Verslunarmannahelgin Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Stóru útihátíðatíðirnar um verslunarmannahelgina fá yfirleitt mestu umfjöllunina í fjölmiðlum, sem von er en á sama tíma eru smærri hátíðir haldnar hér og þar um landið, sem er kannski ekki mikið fjallað um. Ein af hátíðum helgarinnar er þar en það er fjölskylduhátíð á Hjalteyri á Norðurlandi, sem stendur þó bara yfir í dag, 2. ágúst. Maðurinn, sem sér um skipulagningu hátíðarinnar er Jón Þór Brynjarsson, sem er einn af fimmtíu íbúum á Hjalteyri. „Við byrjum daginn klukkan 14:00 á því að opna verbúðina og þar verður ýmislegt. Það verður hægt að fá sér ástarpunga og lummur og ég veit ekki hvað og hvað. Svo erum við með leiksvæði hérna, sem verður opið allan daginn. Þar verður við með tvo hoppukastala, ærslabelg og ýmislegt fyrir börnin að gera,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að fjölmargir komi á Hjalteyri um verslunarmannahelgina og taki þátt í dagskrá dagsins með sínu fólki. „Já, þetta er búið að vera í mörg, mörg ár. Við erum alltaf aðeins að bæta í. Svo endum við um kvöldið þar sem við verðum með grillveislu en sú veisla fer fram í gömlum síldartanki“, segir Jón. Jón Þór Brynjarsson, alltaf kallaður Jonni, sem sér um hátíðarhöld dagsins á Hjalteyri í dag.Aðsend Þannig að það er heilmikil stemning á Hjalteyri í dag? „Já, já, og veðrið bara stefnir í að verða gott, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Jón Þór og bætir við. „Svo erum við með dagskrá í gömlu síldarverksmiðjunni, það er komin ýmis starfsemi þar. Þar verða opnar vinnustofur en þar er gullsmiður, það er sútun, það eru listsýningar og það er bara eitthvað fyrir alla. Það er líka bara gaman að rölta um Hjalteyri og skoða gömlu síldarverksmiðjuna og gömlu húsin, þannig að það ætti að vera eitthvað fyrir alla,“ sagði Jón Þór kátur og hress. Um 50 manns búa á Hjalteyri.Aðsend
Hörgársveit Verslunarmannahelgin Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent