Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2025 23:15 Á leið til Manchester? Catherine Ivill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manhester United virðist virkilega trúa því að það gæti landað Gianluigi Donnarumma, markverði París Saint-Germain og ítalska landsliðsins, í sumar. Það væri þó aldrei að Donnarumma væri púslið sem gæti gert Man United samkeppnishæft? Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira