Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 15:58 Eyjólfur Ingvi Bjarnason er formaður stjórnar hjá deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa. Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira