Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 09:02 Það geta ekki allir skorað þegar þeir eru ekki inn á vellinum en Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur tókst það í gærkvöldi samkvæmt leikskýrslu KSÍ. Getty/Pat Elmont Blikinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var á skotskónum í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í gær. Það er ef þú skoðar leikskýrsluna. Ef þú horfðir á leikinn þá passar það ekki alveg enda hún ekki einu sinni inn á vellinum þegar annað markanna var skorað. Breiðablik vann 3-2 sigur á Lengjudeildarliði ÍBV sem veittu toppliði Bestu deildarinnar óvænta keppni. Breiðablik tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á móti FH. Staðfest leikskýrsla Knattspyrnusambands Íslands úr leik Breiðabliks og ÍBV.KSÍ Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í hálfleiknum þegar Breiðablik var 1-0 undir. Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn í blálokin. Áslaug Munda er skráð, á staðfestri leiksskýrslu dómaranna, hafa skorað annað mark Breiðabliks á 53. mínútu og einnig sigurmarkið í uppbótatíma leiksins. Hún var meira að segja farin af velli þegar sigurmarkið var skorað. Hið rétta er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin og Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið. Báðar skoruðu þær með skalla. Í fyrra markinu þó byrjar Áslaug Munda sóknina en á ekki stoðsendinguna og er ekki inn í vítateig þegar markið er skorað úr markteignum. Hún stendur meira segja við hlið dómarans og þau horfa saman á Berglindi skalla boltann í markið. Berglind og Barbára munu væntanlega láta heyra í sér og láta breyta þessu. Sönnunina má sjá hér fyrir neðan þar sem sjá má bæði þessi mörk. Áslaug Munda hefur ekki skorað mark í deild eða bikar á Íslandi síðan 10. júní 2022 eða í meira en þrjú ár. Það breytist væntanlega ekki nema að dómaratróið vilji halda þessu til streitu. ⚡️Það var dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma og fer í bikarúrslitin gegn FH🏆⚽️Barbára Sól Gísladóttir '91 pic.twitter.com/6lZPnnqRSF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Hér er 3 fyrir 1 tilboð. Þrjú mörk á fimm mínútum. ÍBV komst í 0-2 en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum.⚽️0-2 Olga Sevcova '48 (ÍBV)⚽️1-2 Elín Helena Karlsdóttir' 49 (Breiðablik)⚽️2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 (Breiðablik)🎟️Farseðill í bikarúrslitaleik í boði🏆 pic.twitter.com/D5cwZiKQoR— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Breiðablik vann 3-2 sigur á Lengjudeildarliði ÍBV sem veittu toppliði Bestu deildarinnar óvænta keppni. Breiðablik tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum á móti FH. Staðfest leikskýrsla Knattspyrnusambands Íslands úr leik Breiðabliks og ÍBV.KSÍ Áslaug Munda kom inn á sem varamaður í hálfleiknum þegar Breiðablik var 1-0 undir. Blikar lentu 2-0 undir en komu til baka og tryggðu sér sigurinn í blálokin. Áslaug Munda er skráð, á staðfestri leiksskýrslu dómaranna, hafa skorað annað mark Breiðabliks á 53. mínútu og einnig sigurmarkið í uppbótatíma leiksins. Hún var meira að segja farin af velli þegar sigurmarkið var skorað. Hið rétta er að Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin og Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmarkið. Báðar skoruðu þær með skalla. Í fyrra markinu þó byrjar Áslaug Munda sóknina en á ekki stoðsendinguna og er ekki inn í vítateig þegar markið er skorað úr markteignum. Hún stendur meira segja við hlið dómarans og þau horfa saman á Berglindi skalla boltann í markið. Berglind og Barbára munu væntanlega láta heyra í sér og láta breyta þessu. Sönnunina má sjá hér fyrir neðan þar sem sjá má bæði þessi mörk. Áslaug Munda hefur ekki skorað mark í deild eða bikar á Íslandi síðan 10. júní 2022 eða í meira en þrjú ár. Það breytist væntanlega ekki nema að dómaratróið vilji halda þessu til streitu. ⚡️Það var dramatík í Kópavogi þar sem Breiðablik skoraði sigurmark í uppbótartíma og fer í bikarúrslitin gegn FH🏆⚽️Barbára Sól Gísladóttir '91 pic.twitter.com/6lZPnnqRSF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025 Hér er 3 fyrir 1 tilboð. Þrjú mörk á fimm mínútum. ÍBV komst í 0-2 en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum.⚽️0-2 Olga Sevcova '48 (ÍBV)⚽️1-2 Elín Helena Karlsdóttir' 49 (Breiðablik)⚽️2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '53 (Breiðablik)🎟️Farseðill í bikarúrslitaleik í boði🏆 pic.twitter.com/D5cwZiKQoR— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 31, 2025
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira