„Sleikjum sárin í kvöld“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2025 21:39 Túfa í leik kvöldsins. Vísir/Diego Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili. Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“ Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“
Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira