Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 09:02 Rússneska sigursveitin er hér á verðlaunapallinum en þau eru frá vinstri: Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova. Getty/Quinn Rooney Rússar fengu aftur keppnisleyfi á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur nú yfir í Singapúr. Nú hafa Rússar unnið sitt fyrsta heimsmeistaragull síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Alþjóðasundsambandið setti Rússa í bann eftir innrásina en gaf eftir þremur árum seinna og leyfði Rússum að keppa á mótinu undir hlutlausum fána. Það sem vekur athygli að þeir fengu ekki bara að keppa sem einstaklingar heldur einnig að keppa sem lið í boðsundi. Það fór svo að hlutlausa rússneska sveitin tryggði sér gullið hjá blönduðum boðsundssveitum í 4 x 100 metra boðsundi. Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova fóru því öll upp á pall en þrátt fyrir sigurinn var enginn þjóðsöngur spilaður. „Okkar síðasta HM-gull í boðsundum kom árið 2003 og þá var ég ekki einu sinni fæddur. Þetta er meiriháttar. Ég sagði Kirill að í dag ætluðum við að skrifa söguna og ég var engu að ljúga um þar. Ég vissi að við gætum synt hratt í dag,“ sagði Miron Lifintsev við rússneska miðilinn Championat. Rússneska sveitin kom í mark á 3.37.97 mín. og setti nýtt mótsmet. Íslenska sveitin tók einnig þátt í þessu sundi og synti á tímanum 3:56,02 mín. sem er nálægt íslenska metinu 3:54,91 mín., sem sett var á Smáþjóðaleikunum í Andorra í maí. Þau enduðu í 20. sæti af alls 37 þjóðum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Sund Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Nú hafa Rússar unnið sitt fyrsta heimsmeistaragull síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Alþjóðasundsambandið setti Rússa í bann eftir innrásina en gaf eftir þremur árum seinna og leyfði Rússum að keppa á mótinu undir hlutlausum fána. Það sem vekur athygli að þeir fengu ekki bara að keppa sem einstaklingar heldur einnig að keppa sem lið í boðsundi. Það fór svo að hlutlausa rússneska sveitin tryggði sér gullið hjá blönduðum boðsundssveitum í 4 x 100 metra boðsundi. Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova fóru því öll upp á pall en þrátt fyrir sigurinn var enginn þjóðsöngur spilaður. „Okkar síðasta HM-gull í boðsundum kom árið 2003 og þá var ég ekki einu sinni fæddur. Þetta er meiriháttar. Ég sagði Kirill að í dag ætluðum við að skrifa söguna og ég var engu að ljúga um þar. Ég vissi að við gætum synt hratt í dag,“ sagði Miron Lifintsev við rússneska miðilinn Championat. Rússneska sveitin kom í mark á 3.37.97 mín. og setti nýtt mótsmet. Íslenska sveitin tók einnig þátt í þessu sundi og synti á tímanum 3:56,02 mín. sem er nálægt íslenska metinu 3:54,91 mín., sem sett var á Smáþjóðaleikunum í Andorra í maí. Þau enduðu í 20. sæti af alls 37 þjóðum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Sund Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn