Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:11 Jón Kristjánsson fiskifræðingur fullyrðir að veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi áratugum saman verið röng. Vísir/Anton Brink/Facebook Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. „Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan: Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan:
Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35