Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 12:11 Jón Kristjánsson fiskifræðingur fullyrðir að veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi áratugum saman verið röng. Vísir/Anton Brink/Facebook Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir að fiskveiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar hafi verið röng áratugum saman og alltof lítið sé veitt af þorski á Íslandsmiðum. Hann fagnar tillögu Sigurjóns Þórðarsonar sem viðraði þá hugmynd á dögunum að handfæraveiðar yrðu gefnar frjálsar á sumrin. „Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan: Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Ég er á þeirri skoðun að við veiðum alltof lítið hér við Ísland. Þorskurinn er að horast hérna, hver árgangur er að léttast um 25 prósent milli ára og það þýðir bara að það er ekki nógu mikill matur. Og það þýðir bara að við þurfum að veiða meira,“ segir Jón Kristjánsson fiskifræðingur, sem fullyrðir að veiðiráðgjöf hafi lengi verið röng. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði á dögunum að eðlilegast væri að veiðiheimildir strandveiðibáta væru fyrir utan alla potta, enda væri magnið í þeim veiðum lítið miðað við þá gríðarlegu óvissu sem við blasi í mælingum á stærð fiskistofna. Nauðsynlegt að veiða til að viðhalda vextinum Jón Kristjánsson fagnar hugmyndum Sigurjóns og segir nauðsynlegt að veiða þorskinn til að viðhalda stofninum. Ráðstöfunin að skera niður kvóta og friða í von um að geta veitt meira fjörutíu árum seinna standist ekki líffræðilega skoðun. „Friða fisk til að geta veitt meira seinna, þetta er bara rangt líffræðilega.“ „Við erum hálfdrættingar, við veiddum upp undir hálfa milljón tonna, en nú erum við í 200 þúsund tonnum. Nú á að skera niður, sem er það vitlausasta sem til er,“ segir Jón. Aflinn hrunið um allan heim vegna vanveiði Jón segir að nálgun Hafrannsóknarstofnunar sé í takt við ráðleggingar sem alþjóðlegar hafrannsóknarstofnanir hafa verið að gefa um heim allan. „Þær hafa valdið því að fiskveiðar hafa fallið gríðarlega mikið. Til dæmis er þorskaflinn í Norðursjó, hann er einungis fimm prósent af því sem hann var áður var þegar byrjað var að stjórna veiðum.“ „Til dæmis í Eystrasalti var alltaf verið að takmarka veiði. Það er búið að vera lokað núna í fjögur ár vegna þess að þorskurinn er svo smár og horaður. Hann viðheldur ekki sjálfum sér, eins og hann búi á Gasa. Hann er búinn að éta upp allt.“ Víða sé aflinn ekki svipur hjá sjón frá því sem var áður en farið var að stjórna veiðum. Á Íslandi hafi aflinn til dæmis verið 480 þúsund tonn árið 1982 rétt áður en farið var að takmarka veiðar. Auk þess segir Jón að loðna sé ein aðalfæða þorsksins, og vanveiði á þorski valdi verulegum samdrætti í loðnuveiðum. Jón Kristjánsson ræddi veiðiráðgjöf einnig í Sprengisandi á Bylgjunni í apríl síðastliðnum, en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan:
Sjávarútvegur Strandveiðar Flokkur fólksins Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35