Íslenski boltinn

FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, fagnar marki í sumar.
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, fagnar marki í sumar. vísir / guðmundur

FH-ingar geta í kvöld eignast lið í bikarúrslitaleik kvenna í fyrsta sinn í sögunni þegar FH liðið heimsækir bikarmeistara Vals á Hlíðarenda í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna.

Þetta er fyrri undanúrslitaleikurinn en Breiðablik og ÍBV mætast í hinum leiknum á fimmtudagskvöldið. Í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli, fyrsta bikarúrslitaleiknum á nýja gervigrasinu.

FH hefur spilað vel í sumar en liðið er þremur sætum og tíu stigum á undan Val í Bestu deildinni.

FH konur ætla að skrifa söguna eins og sjá má á samfélagsmiðlum félagsins.

Svar allra viðmælanda var stutt og skýrt.

„Á morgun erum við að fara að skrifa söguna“.

Valskonur eiga bikar að verja síðan í fyrra og kvennalið Vals hefur alls komist 23 sinnum í bikarúrslitaleikinn. Það er því mjög ólíkt komið með reynslu þeirra af því að komast alla leið.

Þetta er þriðja tilraun FH-liðsins við bikarúrslitaleikinn á síðustu fimm árum en liðið tapaði undanúrslitaleiknum 2021 og 2023. Haustið 2021 tapaði liðið á móti Þrótti og árið 2023 á móti verðandi bikarmeisturum Víkings.

FH komst einnig í undanúrslitin árið 2001 en tapaði þá á móti verðandi bikarmeisturum Vals.

  • Fyrsti bikarúrslitaleikur kvennaliða félaga:
  • 1. Breiðablik (1981)
  • 1. Valur (1981)
  • 3. ÍA (1983)
  • 4. Þór Ak. (1989)
  • 5. Keflavík (1991)
  • 5. Stjarnan (1993)
  • 6. KR (1994)
  • 7. ÍBV (2003)
  • 8. Þór/KA (2013)
  • 9. Selfoss (2014)
  • 10. Þróttur (2021)
  • 11. Víkingur R. (2023)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×