Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2025 22:08 Hafsteinn segir stutt í að gervigreindarsvindlin fari að láta á sér kræla fyrir alvöru. Vísir Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“ Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“
Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira