Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2025 22:08 Hafsteinn segir stutt í að gervigreindarsvindlin fari að láta á sér kræla fyrir alvöru. Vísir Dósent í tölvunarfræði segir ekki langt í að gervigreindartækni sem hermir eftir röddum fólks verði orðin svo góð að hægt verði að nota hana að blekkja Íslendinga, bæði á netinu og símleiðis. Stjórnvöld þurfi að bregðast við með einhverjum hætti. Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“ Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sögðum við frá myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum, þar sem þekktir íslendingar eru, með hjálp gervigreindar, látnir líta út fyrir að segja eitthvað sem þeir hafa aldrei sagt. Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir tæknina aðeins eiga eftir að verða betri, þegar kemur að beitingu íslenskunnar. „Og erfiðara að sjá hvað er raunverulegt, og hvað ekki. Þannig að þetta er spurning um hvernig við eigum að geta treyst upplýsingum á þessari upplýsinga og gervigreindaröld.“ Peningaplokk með hjálp gervigreindar Tæknin sé orðin mjög fullkomin víða, líkt og nýlegt myndband frá framleiðendum þáttanna South Park, sem sýnir Donald Trump stríplast um í eyðimörk, sýnir fram á. Hafsteinn segir margar hættur geta leynst í tækniframförum þegar kemur að gervigreind sem hermir eftir röddum fólks. „Til dæmis gæti verið að þú fáir símtal sem hljómar eins og það sé að koma frá dóttur, foreldri, barni. Hljómar nákvæmlega eins og viðkomandi sé bara í gíslingu, og þú þarft að millifæra einhverja peninga til þess að bjarga viðkomandi.“ Þarf fólk að koma sér upp leyniorði? Fólk þurfi að búa sig sig undir að gervigreind verði í auknum mæli notuð til að blekkja það. „Þurfum við öll að vera með eitthvað leyniorð sem við deilum okkar á milli, þannig að þegar það er hringt og eitthvað hljómar alvarlega þá þurfum við að vera tilbúin að segja þetta leyniorð? Ég veit það ekki.“ Stjórnvöld þurfi að bregðast við, en í Danmörku sé löggjöf í pípunum sem eigi að höfundarréttarverja rödd og andlit einstaklinga. Háþróuð gervigreindarsvindl muni líklega koma fyrst fram á stærri Norðurlöndunum en hér, þótt ómögulegt sé að segja hversu langt sé þangað til. „Þetta er kannski líka bara tímaspursmál um að einhver taki sig til og leggi áherslu á íslenskuna, sem er með reikniaflið og peningana til þess að gera þetta almennilega.“
Gervigreind Tækni Netöryggi Íslensk tunga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira