Fótbolti

Grét þegar hann var kynntur hjá nýju fé­lagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marko Arnautovic brotnaði niður á blaðamannafundinum.
Marko Arnautovic brotnaði niður á blaðamannafundinum. @crvenazvezdafk

Tilfinningarnar voru miklar hjá Marko Arnautovic og báru hann hreinlega ofurliði þegar hann mætti á blaðamannafund sem nýr leikmaður Rauðu Stjörnunnar frá Belgrad.

Vanalega mæta menn brosandi og kátir á fundi sem þessa þegar menn eru kynntir hjá nýju félagi en þarna lá meira að baki hjá Arnautovic.

Arnautovic var nefnilega með þessu að efna loforð sitt við Sinisa Mihajlovic. Hann lofaði honum að spila einhvern tímann fyrir Rauðu Stjörnuna frá Belgrad.

Sinisa Mihajlovic varð Evrópumeistari með Rauðu Stjörnunni árið 1991 og var knattspyrnustjóri Arnautovic hjá ítalska félaginu Bologna. Mihajlovic lést úr hvítblæði árið 2022.

Arnautovic brotnaði niður á fundinum þegar hann fór að taka um vin sinn Mihajlovic og loforðið. Arnautovic var leikmaður hjá Bologna frá 2021 til 2024 þegar Sinisa Mihajlovic varð að hætta vegna veikindanna.

Arnautovic er 36 ára Austurríkismaður en faðir hans var Serbi. Arnautovic hefur farið mjög víða, spilað í hollensku, þýsku, ensku, ítölsku og kínversku deildinni. Nú er kominn tími til að reyna fyrir sér í heimalandi föður hans.

Arnautovic hefur skorað 41 mark í 125 landsleikjum fyrir Austurríki og átti mörg tíu marka tímabil í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×