Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2025 17:21 Lagning ehf. er meðal fyrirtækja sem bjóða upp á bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Viðskiptavinir bílastæðafyrirtækisins Lagningar hafa margir fengið kröfu í pósthólfið sitt frá Isavia þrátt fyrir að hafa þegar greitt fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Einhverjir segjast hvorki hafa fengið endurgreitt né svar frá fyrirtækinu svo vikum skiptir. Eigandi Lagningar segir vandamálið ekki hjá fyrirtækinu og að unnið sé að endurgreiðslum. Í Facebookfærslu Lagningar sem birt var í júní segir að vegna tæknilegra vandræða í umsjónarhugbúnaði bílastæða á flugvallarsvæðinu hafi viðskiptavinir verið að fá kröfur í heimabanka sem ættu að hafa verið gjaldfærðar beint af Lagningu. Málið verði afgreitt eins fljótt og auðið er. Í athugasemdakerfinu hafa nokkrir neytendur síðustu fjóra daga sagst ekki hafa fengið endurgreitt enn. Þá segja þeir fyrirtækið hvorki svara tölvupóstum né símtölum. Björn Friðþjófsson er einn þeirra. Hann verslaði við fyrirtækið fyrr í mánuðinum og segir frá því í samtali við fréttastofu að hann hafi þurft að aka inn á bílastæði Isavia bæði við brottför og komu. Síðar hafi hann fengið tvær rukkanir frá fyrirtækinu, eina upp á sex þúsund krónur og aðra upp á tæpar fjögur þúsund krónur. „Ég fæ ekkert greitt, þeir svara engum símum og svara engum tölvupóstum,“ segir Björn í samtali við Vísi. Lofar að allir fái endurgreitt Jóhann Eggertsson einn eiganda Lagningar segir að vegna kerfisbilunar hafi korti fyrirtækisins verið lokað. Því hafi þurft að tengja annað kort við fyrirtækið og endurgreiða fólki sem fékk rukkanir, handvirkt. Það sé mikil vinna og aukakostnaður bak við hverja millifærslu. „Og við fengum enga aðstoð, frá hvorki Teya, Íslandsbanka, Autopay eða Isavia,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu en Autopay er myndavéla- og gjaldskyldufyrirtæki flugvallarins. Ríkisútvarpið fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en þá sagði Jóhann að rukkanirnar frá Isavia væru vegna breytinga á Autopay. Honum og forsvarsmönnum Isavia fór ekki saman um hvort breytingar hefðu verið gerðar á kerfi Autopay. Í frétt RÚV kom fram að bílastæðaþjónustan hafi hvatt félagið til að kanna málið nánar hjá sínum viðskiptabanka. Jóhann segir að fyrirtækið í óða önn að endurgreiða viðskiptavinum rukkanirnar. Mikil vinna sé að baki hverri endurgreiðslu og því sumir sem hafi þurft að bíða. Viðskiptavinir Lagningar fái ekki lengur umræddar rukkanir frá Isavia. „Við erum að endurgreiða en við gerum það bara í bunkum og reynum að gera það á tveggja daga fresti,“ segir Jóhann. Hann frábiður sér tal um að fyrirtækið láti ekki ná í sig. „Ef það er eitthvað að safnast upp svörum við líka tölvupóstum í bunkum. Það er ekki hægt að halda utan um þá tölu. En það er hægt að hringja allan sólarhringinn, það er opið allan sólarhringinn.“ Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Í Facebookfærslu Lagningar sem birt var í júní segir að vegna tæknilegra vandræða í umsjónarhugbúnaði bílastæða á flugvallarsvæðinu hafi viðskiptavinir verið að fá kröfur í heimabanka sem ættu að hafa verið gjaldfærðar beint af Lagningu. Málið verði afgreitt eins fljótt og auðið er. Í athugasemdakerfinu hafa nokkrir neytendur síðustu fjóra daga sagst ekki hafa fengið endurgreitt enn. Þá segja þeir fyrirtækið hvorki svara tölvupóstum né símtölum. Björn Friðþjófsson er einn þeirra. Hann verslaði við fyrirtækið fyrr í mánuðinum og segir frá því í samtali við fréttastofu að hann hafi þurft að aka inn á bílastæði Isavia bæði við brottför og komu. Síðar hafi hann fengið tvær rukkanir frá fyrirtækinu, eina upp á sex þúsund krónur og aðra upp á tæpar fjögur þúsund krónur. „Ég fæ ekkert greitt, þeir svara engum símum og svara engum tölvupóstum,“ segir Björn í samtali við Vísi. Lofar að allir fái endurgreitt Jóhann Eggertsson einn eiganda Lagningar segir að vegna kerfisbilunar hafi korti fyrirtækisins verið lokað. Því hafi þurft að tengja annað kort við fyrirtækið og endurgreiða fólki sem fékk rukkanir, handvirkt. Það sé mikil vinna og aukakostnaður bak við hverja millifærslu. „Og við fengum enga aðstoð, frá hvorki Teya, Íslandsbanka, Autopay eða Isavia,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu en Autopay er myndavéla- og gjaldskyldufyrirtæki flugvallarins. Ríkisútvarpið fjallaði um málið fyrr í mánuðinum, en þá sagði Jóhann að rukkanirnar frá Isavia væru vegna breytinga á Autopay. Honum og forsvarsmönnum Isavia fór ekki saman um hvort breytingar hefðu verið gerðar á kerfi Autopay. Í frétt RÚV kom fram að bílastæðaþjónustan hafi hvatt félagið til að kanna málið nánar hjá sínum viðskiptabanka. Jóhann segir að fyrirtækið í óða önn að endurgreiða viðskiptavinum rukkanirnar. Mikil vinna sé að baki hverri endurgreiðslu og því sumir sem hafi þurft að bíða. Viðskiptavinir Lagningar fái ekki lengur umræddar rukkanir frá Isavia. „Við erum að endurgreiða en við gerum það bara í bunkum og reynum að gera það á tveggja daga fresti,“ segir Jóhann. Hann frábiður sér tal um að fyrirtækið láti ekki ná í sig. „Ef það er eitthvað að safnast upp svörum við líka tölvupóstum í bunkum. Það er ekki hægt að halda utan um þá tölu. En það er hægt að hringja allan sólarhringinn, það er opið allan sólarhringinn.“
Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Neytendur Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira