Innherji

Skatta­hækkanir á út­flutnings­greinar mun lík­lega grafa undan raun­genginu

Hörður Ægisson skrifar
„Íslensk útflutningsfyrirtæki eru í harðri samkeppni og því hafa litlar breytingar á rekstrarumhverfi mjög mikil áhrif á afkomu og samkeppnishæfni,“ segir í nýrri greiningu og bent á að „ljósi punkturinn“ í boðuðum skattahækkunum á sjávarútveginn sé að afleiðingarnar verði til þess að grafa undan raungengi krónunnar.
„Íslensk útflutningsfyrirtæki eru í harðri samkeppni og því hafa litlar breytingar á rekstrarumhverfi mjög mikil áhrif á afkomu og samkeppnishæfni,“ segir í nýrri greiningu og bent á að „ljósi punkturinn“ í boðuðum skattahækkunum á sjávarútveginn sé að afleiðingarnar verði til þess að grafa undan raungengi krónunnar. Vísir/Vilhelm

Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.


Tengdar fréttir

Ásókn í ufsa og minni tegundir dragist veru­lega saman með hærri veiðigjöldum

Ekki er ósennilegt að ásókn útgerðarfyrirtækja í að veiða ufsa og aðrar minni fisktegundir, sem skila fremur lítilli framlegð, muni dragast „umtalsvert“ saman í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Í nýjum greiningum á Brim og Síldarvinnslunni, verðmætustu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöllinni, er verðmat þeirra lækkað frá fyrra mati og virði þeirra talið vera nokkuð undir núverandi markaðsgengi.

Hækkun veiði­gjalda rýrir virði skráðra sjávarút­vegs­félaga um yfir 50 milljarða

Áform ríkisstjórnarinnar um tvöföldun veiðigjalda mun valda því að verðmæti sjávarútvegsfyrirtækjanna þriggja í Kauphöllinni, sem eru að talsverðum hluta í eigu lífeyrissjóða, rýrna um samtals 53 milljarða, samkvæmt nýrri greiningu, og draga úr hvata til fjárfestingar vegna minni arðsemi. Þá er varað við því að komi jafnframt til ytri áfalla, eins og meðal annars léleg nýliðun loðnustofns og viðskiptastríðs, þá sé hætt við að umsvifin minnki verulega og sjávarútvegur verði „ekki lengur einn af máttarstólpunum í íslensku atvinnulífi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×