ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 19:18 Frá kísilveri Elkem á Grundartanga. Hægra megin blaktir Evrópusambandsfáninn í Brussel. Vísir/Vilhelm/Getty Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira