ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 19:18 Frá kísilveri Elkem á Grundartanga. Hægra megin blaktir Evrópusambandsfáninn í Brussel. Vísir/Vilhelm/Getty Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira