Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 21:18 Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélagsins við Árskóga. vísir/bjarni Formaður húsfélags við Árskóga vill bjóða borgarstjóra Reykjavíkur í vöfflukaffi eftir að sátt náðist um umdeildan göngustíg sem íbúar hafa mótmælt síðustu vikur. Allt sé gott sem endi vel að mati formannsins. Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“ Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira