Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2025 19:31 Alexander Isak og Dan Burn fagna saman marki þess fyrrnefnda á móti West Ham á síðustu leiktíð. Getty/Bradley Collyer Hetja Newcastle í deildabikarúrslitaleiknum á síðasta tímabili segir það yrði slæmt fyrir leikmannahópinn fari svo að sænski framherjinn Alexander Isak yfirgefi félagið. Varnartröllið Dan Burn hefur tjáð sig um alla sögusagnirnar í kringum framtíð Isak sem er sjálfur sagður vilja fara frá félaginu til Liverpool. Fór ekki til Asíu Isak flaug ekki með Newcastle liðinu til Asíu og ástæðan voru smávægileg meiðsli. Enskir fjölmiðlar hafa þó aðra sögu að segja því staðreyndin sé sú að leikmaðurinn vill fara. Liverpool hefur mikinn áhuga á sænska framherjanum og er sagt vera tilbúið að bjóða 150 milljónir punda í leikmanninn. „Ef við missum einhvern leikmann þá væri það svekkjandi fyrir okkar samheldna leikmannahóp. Við höfum myndan sterkan hóp undanfarin tvö til þrjú ár. Við verðum svekktir ef Alexander Isak fer,“ sagði Dan Burn. „Það myndi ekki hjálpa okkur að missa slíkan mann en við getum samt bara stjórnað því sem við getum stjórnað. Okkur hlakkar til að fá Alex til baka inn í liðið þegar hann er búinn að ná sér af meiðslunum,“ sagði Burn. Burn vonast til þess að Alexander Isak verði áfram hjá Newcastle en það sé hans ákvörðun. Spurning sem Alex þarf að svara sjálfur „Þetta er spurning sem Alex þarf að svara sjálfur. Hann er augljóslega mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en við erum líka með mikil gæði annars staðar í leikmannahópnum. Við erum líka að fá Anthony [Elanga] inn sem eru frábær kaup,“ sagði Burn. Miðjumaðurinn Bruno Guimarães sagðist ekki vita um það hvort Isak vildi fara frá félaginu en ítrekaði að þeir vilji halda sínum bestu leikmönnum. „Hann er auðvitað toppleikmaður og við vitum allt um það sem er í gangi hjá honum. Hann er heima í meðhöndlun,“ sagði Guimaraes. Viljum halda okkar bestu mönnum „Við viljum halda okkar bestu mönnum og ég veit ekkert meira en bara það að hann sé meiddur. Það er ekki mitt að tala um hann og félagið verður bara að taka á þessu,“ sagði Guimaraes. Isak skoraði 27 mörk í 42 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili og hjálpaði Newcastle að vinna enska deildabikarinn og komast í Meistaradeildina. Fyrsti leikur Newcastle í Asíuferðinni er á móti Arsenal á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Varnartröllið Dan Burn hefur tjáð sig um alla sögusagnirnar í kringum framtíð Isak sem er sjálfur sagður vilja fara frá félaginu til Liverpool. Fór ekki til Asíu Isak flaug ekki með Newcastle liðinu til Asíu og ástæðan voru smávægileg meiðsli. Enskir fjölmiðlar hafa þó aðra sögu að segja því staðreyndin sé sú að leikmaðurinn vill fara. Liverpool hefur mikinn áhuga á sænska framherjanum og er sagt vera tilbúið að bjóða 150 milljónir punda í leikmanninn. „Ef við missum einhvern leikmann þá væri það svekkjandi fyrir okkar samheldna leikmannahóp. Við höfum myndan sterkan hóp undanfarin tvö til þrjú ár. Við verðum svekktir ef Alexander Isak fer,“ sagði Dan Burn. „Það myndi ekki hjálpa okkur að missa slíkan mann en við getum samt bara stjórnað því sem við getum stjórnað. Okkur hlakkar til að fá Alex til baka inn í liðið þegar hann er búinn að ná sér af meiðslunum,“ sagði Burn. Burn vonast til þess að Alexander Isak verði áfram hjá Newcastle en það sé hans ákvörðun. Spurning sem Alex þarf að svara sjálfur „Þetta er spurning sem Alex þarf að svara sjálfur. Hann er augljóslega mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur en við erum líka með mikil gæði annars staðar í leikmannahópnum. Við erum líka að fá Anthony [Elanga] inn sem eru frábær kaup,“ sagði Burn. Miðjumaðurinn Bruno Guimarães sagðist ekki vita um það hvort Isak vildi fara frá félaginu en ítrekaði að þeir vilji halda sínum bestu leikmönnum. „Hann er auðvitað toppleikmaður og við vitum allt um það sem er í gangi hjá honum. Hann er heima í meðhöndlun,“ sagði Guimaraes. Viljum halda okkar bestu mönnum „Við viljum halda okkar bestu mönnum og ég veit ekkert meira en bara það að hann sé meiddur. Það er ekki mitt að tala um hann og félagið verður bara að taka á þessu,“ sagði Guimaraes. Isak skoraði 27 mörk í 42 leikjum í öllum keppnum á síðasta tímabili og hjálpaði Newcastle að vinna enska deildabikarinn og komast í Meistaradeildina. Fyrsti leikur Newcastle í Asíuferðinni er á móti Arsenal á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira