Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 21:54 Bergur Þorri Benjamínsson er formaður aðgengishóps ÖBÍ. Vísir/Bjarni Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi. „Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“ Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
„Fatlað fólk á ekki að þurfa að borga fyrir bílastæði hvort sem þau eru ofanjarðar, neðanjarðar, inni á gjaldskyldu bílastæði eða ekki. Samt sem áður er það að gerast aftur og aftur og aftur. Og það er bara óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður aðgengishóps ÖBÍ. Þeir með stöðukort hreyfihamlaðra lenda ítrekað í vandræðum þegar þeir eru að leggja á höfuðborgarsvæðinu. Oft eru lagðar sektir á ökutæki með stöðukorti og því fylgir tilheyrandi vesen fyrir ökumennina að fá þær niðurfelldar. Bergur Þorri hefur lengi barist fyrir því að ástandið verði lagað, en lítið hefur gerst. „Við erum með plastkort í framrúðunni. Það er ekki tengt við nein greiðslukerfi, gagnagrunna, eða neitt. Þannig þegar menn eru með eftirlit, hvort sem það er mannað eða eftirlitsbílar eða hvað, þá fær fatlað fólk bara sektir í unnvörpum,“ segir Bergur Þorri. Fréttastofa hefur ítrekað fjallað um aukinn fjölda einkarekinna bílastæðafyrirtækja og ný gjaldsvæði sem spretta upp eins og gorkúlur. Fatlaðir lenda oft í vandræðum með þessi fyrirtæki, þegar fyrirtækin reyna að rukka fólk, sama þótt það sé með stæðiskort hreyfihamlaðra. „Sum þeirra reyna að búa til einhverja gátt svo við getum skráð upplýsingar. Bílnúmer, eiganda bíls, númer á stæðiskorti og svo framvegis, en þessi leið er ofboðslega torsótt. Við erum í mörg, mörg ár búin að reyna að fá fólk til að koma í þessa stafrænu vegferð svo við séum í raun undanþegin þessum gjöldum, en það er ekki að gerast. Fólk er að fá sektir hingað, þangað og alls staðar,“ segir Bergur Þorri. „Það eru auðvitað ótrúlega margir sem bara borga og láta sig hafa það. Til að þurfa ekki að vera í þessu umstangi. En þú ert ekki mjög góðu tímakaupi til að fá þetta niðurfellt, en það er í rauninni eina leiðin.“
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Samgöngur Neytendur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira