Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Smári Jökull Jónsson skrifar 31. júlí 2025 22:52 Mynd sem sýnir listaverkið og umrædda göngustíga. Vestmannaeyjabær/Ólafur Elíasson Stefnt er á að uppsetningu listaverks Ólafs Elíassonar við Eldfell í Vestmannaeyjum ljúki næsta sumar. Oddviti H-lista telur verkið verða eitt af kennileitum eyjanna en oddviti minnihluta segir það umfangsmeira en greint var frá í upphafi. Þegar fimmtíu ár voru liðin frá eldgosinu á Heimaey gerðu ríkisstjórnin og bæjarstjórn Vestmannaeyja samkomulag um fjármögnun listaverks Ólafs Elíassonar í hlíðum Eldfells. Páll Magnússon oddviti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, sem er annar af flokkunum sem mynda meirihluta í bæjarstjórn, segir áhrif listaverka Ólafs vera þekkt og að fólk muni ekki láta verkið framhjá sér fara þegar það heimsæki Vestmannaeyjar. „Ég er algjörlega sannfærður um að þetta verður eitt af kennileitunum í Eyjum sem menn beinlínis koma til Eyja til að skoða,“ sagði Páll. Páll Magnússon oddviti H-lista í bæjarstjórn Vestmannaeyja.Vísir/Ívar Fannar „Ekki gert ráð fyrir að það falli meiri kostnaður á bæinn“ Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 200 milljónir, Vestmannaeyjabær leggur til fimmtíu milljónir, ríkið aðrar fimmtíu og þá er verkefnastyrkur atvinnuvegaráðuneytis sextíu milljónir. Páll segir að unnið verði að lokasprettinum í fjármögnuninni næstu vikur og mánuði. „Það er ekki gert ráð fyrir að það falli meiri kostnaður á bæinn en þessar 50 milljónir sem upphaflega var gert ráð fyrir. Það sem vantar á verður sótt, það eru ýmsir opinberir sjóðir sem fjármagna framkvæmdir af þessu tagi,“ en minnihluti bæjarstjórnar hefur gagnrýnt kostnað við gerð göngustígar í tengslum við uppsetningu listaverksins. Tölvugerð mynd af listaverki Ólafs Elíassonar sem ásamt göngustígum í hlíðum Eldfells mynda sjónræna upplifun gesta.Vestmannaeyjabær/Ólafur Elíasson „Við hefðum alltaf þurft að fara í göngustígagerð vegna þess að þetta er umhverfisverndaratriði líka, núna eru að myndast troðningar líka í fjallinu því það eru ekki stígar fyrir hendi. Það liggur fyrir af hálfu listamannsins og landslagsarkitektanna að grunnhugsunin sé sú að þetta sé allt saman afturkræft. Ef menn vilja kalla þetta til baka af einhverjum ástæðum þá verða engin ummerki,“ bætir Páll við. Reynt að fá svör við hvar verkefnið endar í kostnaði Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokks sem er í minnihluta bæjarstjórnar, segir að í augum margra sé Eldfellið nægur minnisvarði um eldgosið. „Fjöldi fólks finnst þetta frábær hugmynd og bíða spenntir en við höfum verið að benda á og reyna að fá svör við því hvar þetta endar í kostnaði.“ Eyþór Harðarson er oddviti Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hann segir umfang verkefnisins ekki í samræmi við upphaflega kynningu þess.Vísir/Ívar Fannar Páll segist skynja ánægju í Eyjum en jafnframt skilja tilfinningalegar ástæður fyrir því að fólk var tortryggilegt. Hann segir óheppilegt hve seint íbúafundur með kynningu á verkefninu fór fram en að listamaðurinn hafi ekki talið að verkefnið væri orðið kynningarhæft. „Ýmsir sem voru á þeim fundi og höfðu lýst andstöðu hafa skipt um skoðun og ég held að kynningarfundurinn hafi meðal annars leitt það í ljós að áhyggjur af því að verið væri að fremja náttúruspjöll væru ástæðulausar, þvert á móti er þetta umhverfisvernd.“ „Ég er algjörlega sannfærður um það fyrir mitt leyti að þetta verður eitt af því sem við, sem setið höfum í bæjarstjórn síðustu árin, verðum einna stoltust af þegar þetta er allt saman komið upp.“ „Ekki fyrr en ári síðar sem við fáum kynningu á því að Eldfellið sé hluti af listaverkinu“ Minnihluti bæjarstjórnar fór fram á að málið færi í íbúakosningu en Páll segir að sú tillaga hafi komið of seint fram. Búið hafi verið að taka allar ákvarðanir og það með ítrekuðu samhljóða samþykki meiri- og minnihluta. Eyþór segir að fyrst hafi verkefnið verið kynnt sem 120 milljón króna verkefni þar sem bærinn myndi borga fimmtíu milljónir en ríkið sjötíu. Hann er á því að verkið sé umfangsmeira en kynnt hafi verið í upphafi. Verkið á að virkja skilningarvit gesta með litabreytum sem hannaðar eru í kringum staðsetningu verksins með tillit til sólar og landslags.Vestmannaeyjabær/Ólafur Elíasson „Þegar þetta er kynnt fyrst er það sem listaverk eftir þennan heimsfræga listamann. Allir fögnuðu því og voru spenntir að sjá hvernig það liti út. Svo var það ekki fyrr en ári síðar að við fáum kynningu á því að Eldfellið sé hluti af listaverkinu og göngustígar í fellinu. Þá hófst ákveðin umræða hjá bænum þar sem fólki fannst vera óþarflega mikið inngrip í Eldfellið sem er okkar yngsta og verðmætasta náttúruperla í Eyjum í dag,“ segir Eyþór. Ekki megi henda skipulagsmálum fyrir róða þó listaverk sé í umræðunni Búið er að stika fyrir hluta göngustígarins í brattri hlíð þar sem gerð hans verður eflaust flókin. Eyþór tekur undir með Páli um aðdráttarafl listaverksins. „Alveg örugglega mun listaverk eftir þennan listamann draga að mikla athygli hér í Vestmannaeyjum og við fögnum því öll. Það verður að hugsa um náttúru- og skipulagsmál. Það má ekki henda því öllu fyrir róða þó listaverk sé í umræðunni.“ „Þegar við búum til göngustíga hér í Eyjum í fjöllunum þá aðlögum við okkur að fjöllunum. Nú erum við að aðlaga okkur að listaverkinu og förum leið sem er virkilega flókin og erfið og verður dýr í stígagerð,“ segir Eyþór að lokum. Vestmannaeyjar Menning Skipulag Heimaeyjargosið 1973 Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Fjöldi Eyjamanna hefur skrifað undir undirskriftarlista þar sem áformum um gerð listaverks á Eldfelli er mótmælt. 18. desember 2024 11:44 Styrkja kaup á sérhönnuðu listaverki Ólafs Elíassonar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri undirrituðu í dag samning á milli ráðuneytisins og Vestmanneyjarbæjar sem tryggir verkefnastyrk vegna aðkomu að listaverki eftir Ólaf Elíasson. Styrkurinn hljóðar upp á 50 milljónir. 23. maí 2024 16:09 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þegar fimmtíu ár voru liðin frá eldgosinu á Heimaey gerðu ríkisstjórnin og bæjarstjórn Vestmannaeyja samkomulag um fjármögnun listaverks Ólafs Elíassonar í hlíðum Eldfells. Páll Magnússon oddviti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, sem er annar af flokkunum sem mynda meirihluta í bæjarstjórn, segir áhrif listaverka Ólafs vera þekkt og að fólk muni ekki láta verkið framhjá sér fara þegar það heimsæki Vestmannaeyjar. „Ég er algjörlega sannfærður um að þetta verður eitt af kennileitunum í Eyjum sem menn beinlínis koma til Eyja til að skoða,“ sagði Páll. Páll Magnússon oddviti H-lista í bæjarstjórn Vestmannaeyja.Vísir/Ívar Fannar „Ekki gert ráð fyrir að það falli meiri kostnaður á bæinn“ Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 200 milljónir, Vestmannaeyjabær leggur til fimmtíu milljónir, ríkið aðrar fimmtíu og þá er verkefnastyrkur atvinnuvegaráðuneytis sextíu milljónir. Páll segir að unnið verði að lokasprettinum í fjármögnuninni næstu vikur og mánuði. „Það er ekki gert ráð fyrir að það falli meiri kostnaður á bæinn en þessar 50 milljónir sem upphaflega var gert ráð fyrir. Það sem vantar á verður sótt, það eru ýmsir opinberir sjóðir sem fjármagna framkvæmdir af þessu tagi,“ en minnihluti bæjarstjórnar hefur gagnrýnt kostnað við gerð göngustígar í tengslum við uppsetningu listaverksins. Tölvugerð mynd af listaverki Ólafs Elíassonar sem ásamt göngustígum í hlíðum Eldfells mynda sjónræna upplifun gesta.Vestmannaeyjabær/Ólafur Elíasson „Við hefðum alltaf þurft að fara í göngustígagerð vegna þess að þetta er umhverfisverndaratriði líka, núna eru að myndast troðningar líka í fjallinu því það eru ekki stígar fyrir hendi. Það liggur fyrir af hálfu listamannsins og landslagsarkitektanna að grunnhugsunin sé sú að þetta sé allt saman afturkræft. Ef menn vilja kalla þetta til baka af einhverjum ástæðum þá verða engin ummerki,“ bætir Páll við. Reynt að fá svör við hvar verkefnið endar í kostnaði Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokks sem er í minnihluta bæjarstjórnar, segir að í augum margra sé Eldfellið nægur minnisvarði um eldgosið. „Fjöldi fólks finnst þetta frábær hugmynd og bíða spenntir en við höfum verið að benda á og reyna að fá svör við því hvar þetta endar í kostnaði.“ Eyþór Harðarson er oddviti Sjálfstæðismanna í Eyjum. Hann segir umfang verkefnisins ekki í samræmi við upphaflega kynningu þess.Vísir/Ívar Fannar Páll segist skynja ánægju í Eyjum en jafnframt skilja tilfinningalegar ástæður fyrir því að fólk var tortryggilegt. Hann segir óheppilegt hve seint íbúafundur með kynningu á verkefninu fór fram en að listamaðurinn hafi ekki talið að verkefnið væri orðið kynningarhæft. „Ýmsir sem voru á þeim fundi og höfðu lýst andstöðu hafa skipt um skoðun og ég held að kynningarfundurinn hafi meðal annars leitt það í ljós að áhyggjur af því að verið væri að fremja náttúruspjöll væru ástæðulausar, þvert á móti er þetta umhverfisvernd.“ „Ég er algjörlega sannfærður um það fyrir mitt leyti að þetta verður eitt af því sem við, sem setið höfum í bæjarstjórn síðustu árin, verðum einna stoltust af þegar þetta er allt saman komið upp.“ „Ekki fyrr en ári síðar sem við fáum kynningu á því að Eldfellið sé hluti af listaverkinu“ Minnihluti bæjarstjórnar fór fram á að málið færi í íbúakosningu en Páll segir að sú tillaga hafi komið of seint fram. Búið hafi verið að taka allar ákvarðanir og það með ítrekuðu samhljóða samþykki meiri- og minnihluta. Eyþór segir að fyrst hafi verkefnið verið kynnt sem 120 milljón króna verkefni þar sem bærinn myndi borga fimmtíu milljónir en ríkið sjötíu. Hann er á því að verkið sé umfangsmeira en kynnt hafi verið í upphafi. Verkið á að virkja skilningarvit gesta með litabreytum sem hannaðar eru í kringum staðsetningu verksins með tillit til sólar og landslags.Vestmannaeyjabær/Ólafur Elíasson „Þegar þetta er kynnt fyrst er það sem listaverk eftir þennan heimsfræga listamann. Allir fögnuðu því og voru spenntir að sjá hvernig það liti út. Svo var það ekki fyrr en ári síðar að við fáum kynningu á því að Eldfellið sé hluti af listaverkinu og göngustígar í fellinu. Þá hófst ákveðin umræða hjá bænum þar sem fólki fannst vera óþarflega mikið inngrip í Eldfellið sem er okkar yngsta og verðmætasta náttúruperla í Eyjum í dag,“ segir Eyþór. Ekki megi henda skipulagsmálum fyrir róða þó listaverk sé í umræðunni Búið er að stika fyrir hluta göngustígarins í brattri hlíð þar sem gerð hans verður eflaust flókin. Eyþór tekur undir með Páli um aðdráttarafl listaverksins. „Alveg örugglega mun listaverk eftir þennan listamann draga að mikla athygli hér í Vestmannaeyjum og við fögnum því öll. Það verður að hugsa um náttúru- og skipulagsmál. Það má ekki henda því öllu fyrir róða þó listaverk sé í umræðunni.“ „Þegar við búum til göngustíga hér í Eyjum í fjöllunum þá aðlögum við okkur að fjöllunum. Nú erum við að aðlaga okkur að listaverkinu og förum leið sem er virkilega flókin og erfið og verður dýr í stígagerð,“ segir Eyþór að lokum.
Vestmannaeyjar Menning Skipulag Heimaeyjargosið 1973 Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Fjöldi Eyjamanna hefur skrifað undir undirskriftarlista þar sem áformum um gerð listaverks á Eldfelli er mótmælt. 18. desember 2024 11:44 Styrkja kaup á sérhönnuðu listaverki Ólafs Elíassonar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri undirrituðu í dag samning á milli ráðuneytisins og Vestmanneyjarbæjar sem tryggir verkefnastyrk vegna aðkomu að listaverki eftir Ólaf Elíasson. Styrkurinn hljóðar upp á 50 milljónir. 23. maí 2024 16:09 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Fjöldi Eyjamanna hefur skrifað undir undirskriftarlista þar sem áformum um gerð listaverks á Eldfelli er mótmælt. 18. desember 2024 11:44
Styrkja kaup á sérhönnuðu listaverki Ólafs Elíassonar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri undirrituðu í dag samning á milli ráðuneytisins og Vestmanneyjarbæjar sem tryggir verkefnastyrk vegna aðkomu að listaverki eftir Ólaf Elíasson. Styrkurinn hljóðar upp á 50 milljónir. 23. maí 2024 16:09