Viðskipti erlent

Stærsti olíu­fundur Evrópu í ára­tug í Pól­landi

Árni Sæberg skrifar
Í bakgrunni má sjá borpall í Eystrasaltinu af sömu tegund og sá sem var notaður í rannsóknarboranirnar, sem fjallað er um í fréttinni.
Í bakgrunni má sjá borpall í Eystrasaltinu af sömu tegund og sá sem var notaður í rannsóknarboranirnar, sem fjallað er um í fréttinni. Weronika Kowalska/Getty

Kanadískt orkufyrirtæki hefur tilkynnt um stóran olíufund um sex kílómetra út af pólska hafnarbænum Świnoujście við Eystrasaltið. Talið er fundurinn sé upp á 200 milljónir olíutunnuígilda og að ríflega 400 milljónir tunna sé að finna á umráðasvæði fyrirtækisins. Það gerir olíufundinn þann stærsta í sögu Póllands og þann stærst í Evrópu síðastliðinn áratug.

Frá þessu greinir Central European Petroleum z o.o. í fréttatilkynningu. Þar segir að rannsóknaboranir niður á 2715 metra bendi til þess að á svæðinu sé að finna olíu og gas sem samsvara 200 milljónum olíutunnuígilda. Þá bendi rannsóknir til þess að meiri olíu og gas sé að finna á meira dýpi á svæði þar sem félagið hefur tryggt sér réttindi til að bora. Allt í allt gætu ríflega 400 þúsund olíutunnuígildi verið á svæðinu.

„Þetta er söguleg stund, bæði fyrir Central European Petroleum og orkugeirann í Pólland. Við lítum á þessa uppgötvun sem grunn að sjálfbærri nýtingu jarðefnaauðlinda Póllands til langs tíma,“ er haft eftir Rolf Skaar, forstjóra félagsins.

Í umfjöllun The New York Times um málið segir að Central European Petroleum sé að mestu í eigu einkafjárfesta frá Noregi og Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×