Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 19:30 Lilja Íris Long Birnudóttir vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð. Vísir/Ívar Fannar Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Lilja Íris Long Birnudóttir er 26 ára og býr ein í leiguíbúð í Árbænum. Hún vinnur á fjórum stöðum til að safna sér fyrir íbúð og með því að vinna svo mikið og lifa sparsömum lífstíl hefur henni tekist að safna ágætist upphæð fyrir útborgun á íbúð. „Það gengur alveg vel að safna, ég er komin með svakalegt Excel-skjal og næ alveg að setja mikinn pening til hliðar. En það er aðallega það að bankinn vill ekki taka þennan pening,“ segir Lilja Íris. Fasteignaverð hækkar í takt við söfnunina Markmið hennar var að safna fimm milljónum. Á meðan hún safnaði hækkaði fasteignaverð jafnt og þétt og því hefur markmiðið þurft að hækka töluvert. Nú sér hún ekki fram á að geta keypt sér íbúð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Hún hefur rætt við fjölda fjármálaráðgjafa og fasteignasala um stöðuna, sem eru allir á sama máli. „Það sé ómögulegt að gera þetta ein. Ég þurfi helst að fá foreldra mína til að styrkja mig, sem er því miður ekki hægt. Þau eiga ekki þennan pening. Svo er stórt markmið hjá mér að gera þetta ein, ég gæti alveg fundið maka til að gera þetta með mér. Ég man svo vel eftir því að í fyrsta viðtalinu sem ég fór í hjá Íslandsbanka, þá sagði ráðgjafi að það væri allt of dýrt að vera kona. Þær þyrftu að fara í hárgreiðslu, í litun og plokkun og kaupa allskonar föt og snyrtivörur. En ég er ekki þannig týpa. Það segja samt bara allir nei,“ segir Lilja Íris. Raungreiðslugeta 140 þúsund krónum hærri Hún borgar 235 þúsund krónur á mánuði í leigu. Á sama tíma leggur hún um 150 þúsund krónur á mánuði í íbúðarsjóð. Raungreiðslugeta er því um 380 þúsund krónur á mánuði. Hins vegar er greiðslugetan einungis 240 þúsund krónur, fjörutíu prósent af útborguðum launum, samkvæmt reglum Seðlabankans, vilji hún fá lán fyrir íbúð. Ekkert eftirlit er með hversu há prósenta útborgaðra launa hjá fólki fer í leigu. „Þetta er að stoppa mig af. Ég skil af hverju þessi regla til, en hvers vegna það er ekki hægt að vinna í kringum hana, vinna með einstaklingum, finnst mér fáránlegt. Ég er alveg með þessi Excel-skjöl og get sýnt fram á að ég eyði ekki svona miklu. En það er bara nei. Fjörutíu prósent reglan, ekkert annað í boði,“ segir Lilja Íris. Ömurlegt ástand Henni líður eins og hún sé dæmd til að vera á leigumarkaði. „Mér finnst það ömurlegt. Ég þrái mjög mikið að eignast mitt eigið húsnæði. Finna fyrir öryggi. Ég væri til í að sjá þetta breytast eitthvað,“ segir Lilja Íris.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent