Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:08 Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir ungt fólk það sem drífi áfram einmanaleika á Íslandi. Vísir/Bjarni Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Ungar konur upplifa sig í auknum mæli félagslega einangraðar og margar velta því fyrir sér hvernig þær geti eignast vini. Sérfræðingur segir aukinni einstaklingshyggju um að kenna. Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“ Geðheilbrigði Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“
Geðheilbrigði Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira