Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:08 Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir segir ungt fólk það sem drífi áfram einmanaleika á Íslandi. Vísir/Bjarni Einmanaleiki er vaxandi vandamál á Íslandi. Ungar konur upplifa sig í auknum mæli félagslega einangraðar og margar velta því fyrir sér hvernig þær geti eignast vini. Sérfræðingur segir aukinni einstaklingshyggju um að kenna. Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“ Geðheilbrigði Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Þegar Sara Líf Guðjónsdóttir bauð öðrum einmana mæðrum að vera með í opnum mömmuhópi fékk hún yfir hundrað skilaboð, allt frá mæðrum sem upplifa að þær hafi einangrast og finna fyrir einmanaleika. Reglulega birtast sambærilegar færslur á kvennahópum á Facebook þar sem konur lýsa því yfir að þær upplifi sig rosalega einmana, segjast eiga enga vini og líða illa, spyrja hvar aðrar konur séu að eignast vini, hvernig fullorðið fólk fari að því að eignast vini og spyrja hvort það sé skrítið að eiga engar vinkonur á þeim aldri sem þær eru. Aukin áhersla á einstaklingshyggju Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sérfræðingur sem skrifað hefur bók um vandann, segir þessi dæmi sýna svart á hvítu að einmanaleiki hafi aukist til muna á Íslandi. „Þau sem bera uppi aukið algengi einmanaleika í samfélaginu okkar í dag er ungt fólk. Átján til þrjátíu ára. Kannski eru konur meira reiðubúnar að viðurkenna það, að tala um það,“ segir Aðalbjörg. „Það sem við upplifum þegar við erum einmana er að við tilheyrum ekki, að það sé enginn sem heyri í okkur eða sjái okkur. Þannig að það að skrifa eitthvað svona eins og inn á þennan samfélagsmiðil og fá þessi jákvæðu viðbrögð getur verið fyrir marga fyrsta skrefið út úr einsemdinni.“ Breytingum á samfélaginu um að kenna Aðalbjörg segist telja einmanaleika eins mikið mein meðal karla, þeir ræði tilfinningar sínar hins vegar ekki á sama hátt. Hún segist telja gríðarlegar breytingar á íslensku samfélagi vera um að kenna. „Við höfum svolítið verið að fara frá því að vera samfélag heildarhagsmuna þar sem við erum að passa hvert upp á annað yfir í það að vera samfélag einstaklingshyggju. Við erum öll í einhverri samkeppni. Við erum að keppast um að vera eins mjó og við getum, geta ferðast eins mikið og við getum, eiga allt og ekki neitt.“ Færsla Söru inni á Beautytips sýnir að sögn Aðalbjargar að samfélagsmiðlar geti verið bæði meinið og lausnin í baráttunni við einmanaleika. „Við þurfum líka að gæta að því hvernig við notum samfélagsmiðlana. Taka okkur hlé, skammta okkur tíma og eins og hún talar um í þessu ágæta viðtali hún Sara að banka bara upp á.“
Geðheilbrigði Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira